Fischer á 200 milljónir í Sviss 31. mars 2005 00:01 Íslendingar þurfa ekki að að hafa áhyggjur af því að Bobby Fischer verði fjárhagsleg byrði á landsmönnum meðan hann dvelur hérlends." Þetta segir Sæmundur Pálsson, góðvinur meistarans, og segir að hann eigi enn megnið af því verðlaunafé sem hann fékk fyrir einvígið við Spasskí í Sveti Stefan í Júgóslavíu 1992, en það nam rúmum þremur milljónum dollara á sínum tíma. "Fischer átti líka einhverja fjármuni í Bandaríkjunum frá fyrri tíð sem hann flutti til Sviss áður en bandarísk yfirvöld komu höndum yfir þá," segir Sæmundur. Eitthvað af þessu fé hefur Fischer notað til að framfleyta sér undanfarin 13 ár en vextir hafa séð til þess að höfuðstóllinn hefur haldist að mestu óbreyttur að sögn Sæmundar. Má áætla að sjóðurinn nemi um 200 milljónum króna, þannig að Fischer skipar sér á bekk með sterkefnuðum Íslendingum. Hann gæti þó verið mun efnaðri ef staða dollarans væri ekki jafn veik og hún er. Miðað við stöðu dollarans um mitt ár 2001 þegar staða hans var hvað sterkust gagnvart krónunni, ætti Fischer um 385 milljónir króna, eða nálægt því tvöfalda þá upphæð sem sjóður hans nemur nú. Að sögn sérfróðra manna í flutningi fjármuna milli landa er ekkert því til fyrirstöðu að Fischer flytji fé sitt til Íslands, og því fylgir ekki mikill kostnaður. Hins vegar er honum skylt sem íslenskum ríkisborgara að telja þetta fé fram til skatts hvort sem það er geymt í Sviss eða hér á landi, þar sem tvísköttunarsamningar eru í gildi milli Íslands og Sviss. Og það þýðir að hann verður að greiða tíu prósent í fjármagnstekjuskatt af vöxtum og verðbótum en þar getur verið um þó nokkra fjármuni að ræða. Miðað við ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna sem er 3,5% ættu vextir af 200 milljónum að vera sjö milljónir á ári og fjármagnstekjuskattur af þeirri upphæð því 700 þúsund krónur. Það gæti því gerst eftir allt að Fischer myndi greiða gott betur til íslensks samfélags en það lætur af hendi rakna til hans. Fréttir Innlent Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Íslendingar þurfa ekki að að hafa áhyggjur af því að Bobby Fischer verði fjárhagsleg byrði á landsmönnum meðan hann dvelur hérlends." Þetta segir Sæmundur Pálsson, góðvinur meistarans, og segir að hann eigi enn megnið af því verðlaunafé sem hann fékk fyrir einvígið við Spasskí í Sveti Stefan í Júgóslavíu 1992, en það nam rúmum þremur milljónum dollara á sínum tíma. "Fischer átti líka einhverja fjármuni í Bandaríkjunum frá fyrri tíð sem hann flutti til Sviss áður en bandarísk yfirvöld komu höndum yfir þá," segir Sæmundur. Eitthvað af þessu fé hefur Fischer notað til að framfleyta sér undanfarin 13 ár en vextir hafa séð til þess að höfuðstóllinn hefur haldist að mestu óbreyttur að sögn Sæmundar. Má áætla að sjóðurinn nemi um 200 milljónum króna, þannig að Fischer skipar sér á bekk með sterkefnuðum Íslendingum. Hann gæti þó verið mun efnaðri ef staða dollarans væri ekki jafn veik og hún er. Miðað við stöðu dollarans um mitt ár 2001 þegar staða hans var hvað sterkust gagnvart krónunni, ætti Fischer um 385 milljónir króna, eða nálægt því tvöfalda þá upphæð sem sjóður hans nemur nú. Að sögn sérfróðra manna í flutningi fjármuna milli landa er ekkert því til fyrirstöðu að Fischer flytji fé sitt til Íslands, og því fylgir ekki mikill kostnaður. Hins vegar er honum skylt sem íslenskum ríkisborgara að telja þetta fé fram til skatts hvort sem það er geymt í Sviss eða hér á landi, þar sem tvísköttunarsamningar eru í gildi milli Íslands og Sviss. Og það þýðir að hann verður að greiða tíu prósent í fjármagnstekjuskatt af vöxtum og verðbótum en þar getur verið um þó nokkra fjármuni að ræða. Miðað við ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna sem er 3,5% ættu vextir af 200 milljónum að vera sjö milljónir á ári og fjármagnstekjuskattur af þeirri upphæð því 700 þúsund krónur. Það gæti því gerst eftir allt að Fischer myndi greiða gott betur til íslensks samfélags en það lætur af hendi rakna til hans.
Fréttir Innlent Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira