Fischer á 200 milljónir í Sviss 31. mars 2005 00:01 Íslendingar þurfa ekki að að hafa áhyggjur af því að Bobby Fischer verði fjárhagsleg byrði á landsmönnum meðan hann dvelur hérlends." Þetta segir Sæmundur Pálsson, góðvinur meistarans, og segir að hann eigi enn megnið af því verðlaunafé sem hann fékk fyrir einvígið við Spasskí í Sveti Stefan í Júgóslavíu 1992, en það nam rúmum þremur milljónum dollara á sínum tíma. "Fischer átti líka einhverja fjármuni í Bandaríkjunum frá fyrri tíð sem hann flutti til Sviss áður en bandarísk yfirvöld komu höndum yfir þá," segir Sæmundur. Eitthvað af þessu fé hefur Fischer notað til að framfleyta sér undanfarin 13 ár en vextir hafa séð til þess að höfuðstóllinn hefur haldist að mestu óbreyttur að sögn Sæmundar. Má áætla að sjóðurinn nemi um 200 milljónum króna, þannig að Fischer skipar sér á bekk með sterkefnuðum Íslendingum. Hann gæti þó verið mun efnaðri ef staða dollarans væri ekki jafn veik og hún er. Miðað við stöðu dollarans um mitt ár 2001 þegar staða hans var hvað sterkust gagnvart krónunni, ætti Fischer um 385 milljónir króna, eða nálægt því tvöfalda þá upphæð sem sjóður hans nemur nú. Að sögn sérfróðra manna í flutningi fjármuna milli landa er ekkert því til fyrirstöðu að Fischer flytji fé sitt til Íslands, og því fylgir ekki mikill kostnaður. Hins vegar er honum skylt sem íslenskum ríkisborgara að telja þetta fé fram til skatts hvort sem það er geymt í Sviss eða hér á landi, þar sem tvísköttunarsamningar eru í gildi milli Íslands og Sviss. Og það þýðir að hann verður að greiða tíu prósent í fjármagnstekjuskatt af vöxtum og verðbótum en þar getur verið um þó nokkra fjármuni að ræða. Miðað við ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna sem er 3,5% ættu vextir af 200 milljónum að vera sjö milljónir á ári og fjármagnstekjuskattur af þeirri upphæð því 700 þúsund krónur. Það gæti því gerst eftir allt að Fischer myndi greiða gott betur til íslensks samfélags en það lætur af hendi rakna til hans. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Íslendingar þurfa ekki að að hafa áhyggjur af því að Bobby Fischer verði fjárhagsleg byrði á landsmönnum meðan hann dvelur hérlends." Þetta segir Sæmundur Pálsson, góðvinur meistarans, og segir að hann eigi enn megnið af því verðlaunafé sem hann fékk fyrir einvígið við Spasskí í Sveti Stefan í Júgóslavíu 1992, en það nam rúmum þremur milljónum dollara á sínum tíma. "Fischer átti líka einhverja fjármuni í Bandaríkjunum frá fyrri tíð sem hann flutti til Sviss áður en bandarísk yfirvöld komu höndum yfir þá," segir Sæmundur. Eitthvað af þessu fé hefur Fischer notað til að framfleyta sér undanfarin 13 ár en vextir hafa séð til þess að höfuðstóllinn hefur haldist að mestu óbreyttur að sögn Sæmundar. Má áætla að sjóðurinn nemi um 200 milljónum króna, þannig að Fischer skipar sér á bekk með sterkefnuðum Íslendingum. Hann gæti þó verið mun efnaðri ef staða dollarans væri ekki jafn veik og hún er. Miðað við stöðu dollarans um mitt ár 2001 þegar staða hans var hvað sterkust gagnvart krónunni, ætti Fischer um 385 milljónir króna, eða nálægt því tvöfalda þá upphæð sem sjóður hans nemur nú. Að sögn sérfróðra manna í flutningi fjármuna milli landa er ekkert því til fyrirstöðu að Fischer flytji fé sitt til Íslands, og því fylgir ekki mikill kostnaður. Hins vegar er honum skylt sem íslenskum ríkisborgara að telja þetta fé fram til skatts hvort sem það er geymt í Sviss eða hér á landi, þar sem tvísköttunarsamningar eru í gildi milli Íslands og Sviss. Og það þýðir að hann verður að greiða tíu prósent í fjármagnstekjuskatt af vöxtum og verðbótum en þar getur verið um þó nokkra fjármuni að ræða. Miðað við ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna sem er 3,5% ættu vextir af 200 milljónum að vera sjö milljónir á ári og fjármagnstekjuskattur af þeirri upphæð því 700 þúsund krónur. Það gæti því gerst eftir allt að Fischer myndi greiða gott betur til íslensks samfélags en það lætur af hendi rakna til hans.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira