Sport

Shearer hættur við að hætta?

Samkvæmt fréttum á Englandi mun markamaskínan Alan Shearer tilkynna það á blaðamannafundi á morgun að hann ætli að spila eitt tímabil til viðbótar með Newcastle, en þessi 34 ára gamli sóknarmaður hafði áður sagt að hann ætlaði að leggja markaskónna á hilluna þegar tímabilið klárast í maí. Shearer er aðeins níu mörkum frá félagsmeti Jackie Milburn sem skoraði á sínum tíma 200 mörk fyrir Newcastle. Það má því fastlega búast við því að á sama tíma að ári verði Alan Shearer orðinn markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×