Innlent

11 milljarðar í yfirdráttarvexti

Íslendingar greiða bönkunum tæpa ellefu milljarða króna á ári í vexti fyrir yfirdráttarlán. Öll þjóðin lifir þó ekki á yfirdrætti. Þjóðin skuldar bönkunum fimmtíu og átta milljarða króna í yfirdrátt sem þýðir að hver einn og einasti Íslendingur á aldrinum 18 til 80 ára er með um 280 þúsund króna yfirdráttarlán. Af þessum lánum fá bankarnir um 10,7 milljarða króna í vexti á ári og auglýsa þau sem góða leið til skammtímafjármögnunar. En eru tæpir sextíu milljarðar í yfirdrátt há upphæð? Það fer væntanlega eftir samhenginu. Það er til dæmis tveir þriðju hlutar af eigum Björgólfs Thors Björgólfssonar, samkvæmt lista Forbes-tímaritsins, og þótt þjóðin tæki sig til og greiddi yfirdráttinn á einu bretti hefði það engin gríðarleg áhrif efnahagslífið, samkvæmt upplýsingum frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Leiða má að því líkur að það drægi úr þenslu, sem hefði jú þau áhrif að verðbólgan lækkaði. Fyrir hjón sem greiða 180 þúsund krónar á ári vegna einnar milljónar króna yfirdráttarláns gæti það þó skipt verulegu máli að greiða lánið upp. En samkvæmt óvísindalegri könnun fréttamanns á meðal fólksins á götunni í dag eru fráleitt allir Íslendingar ginkeyptir fyrir yfirdráttarlánum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×