Innlent

Gildrur nálægt mannabyggð

Aflífa þurfti kött sem fannst fastur í fótbogagildru í Innri Njarðvík, segir á fréttavef Víkurfrétta. Íbúi i Innri-Njarðvík kom að kettinum en gildran var fest á milli steina ekki langt frá mannabyggð og töluvert algengt að sjá þar börn að leik. Sá sem kom að kettinum sagði þetta vera fjórðu gildruna af þessari tegund sem hann finnur á svipuðum slóðum og sé gengið frá á ófullnægjandi hátt en einnig séu annars konar gildrur í grjótgörðunum. Lögreglan í Keflavík segir ekki leyfilegt að leggja gildrur svo nálægt mannabyggð og þá skipti ekki máli hvort rétt sé frá þeim gengið eður ei. Hún telur líklegt að farið verði yfir svæðið til að leita að fleiri gildrum. Ekki er vitað hver kom gildrunni fyrir en talið líklegt að henni hafi verið ætlað að veiða mink. Lögreglan í Keflavík segir að einungis fáir einstaklingar hafi leyfi til að veiða mink og ólíklegt sé að um slíka menn sé að ræða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×