Sport

Bentley er tilbúinn

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal hefur fulla trú á að David Bentley geti fest sig í sessi sem lykilleikmaður hjá liðinu á næsta tímabili. Bentley, sem er að jafna sig af meiðslum um þessar mundir, hefur verið í láni hjá liði Norwich á leiktíðinni og Wenger hefur mikla trú á að hinn tvítugi framherji geti orðið liðinu mikilvægur þegar hann snýr aftur á Highbury. "Bentley hefur allt sem til þarf, hann hefur tæknina, hugarfarið og getuna til að verða góður hjá Arsenal og það eina sem ég sé að hann þurfi að gera er að styrkja sig líkamlega. Hann mun að öllum líkindum halda áfram í að styrkja sig og þá hef ég fulla trú á honum með liðinu," sagði knattspyrnustjórinn franski.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×