Sport

Lippi reiður Íslendingum

Í La Gazzetta Dello Sport í dag segist Marcello Lippi, þjálfari ítalska landsliðsins, verða reiður þegar hann heyri minnst á Ísland. Lippi kvartar undan grófum leik Íslendinga í vináttuleiknum í gær og segir að þetta hljóti að vera eitthvað persónulegt gagnvart Ítölum og þá sérstaklega honum sjálfum. Marco Materazzi, varnarjálkur Ítala sem var fyrirliði í gær, sagði að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með leik Ítala í gær og þeim hafi mistekist að hefna fyrir tapið gegn Íslendingum á Laugardalsvellinum í fyrra. Ítalir áttu 20 markskot á móti tveimur frá Íslendingum í leiknum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×