Efast um óhlutdrægni ráðherra vegna skrifa hans 14. nóvember 2005 13:04 MYND/Pjetur Verjendur í Baugsmálinu gerðu þá kröfu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að dómurinn skæri úr um hæfi Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra til að fela Sigurði T. Magnússyni valdheimildir Ríkissaksóknara vegna ákæruliðanna átta sem nú eru fyrir Héraðsdómi, eftir að Hæstiréttur vísaði þeim þangað aftur. Þessi krafa verjenda kom fram eftir að Jón H.B. Snorrason, saksóknari Ríkislögreglustjóra, lýsti því yfir í dóminum að Sigurður T. Magnússon færi með valdheimildir í ákæruliðunum átta en verjendur töldu að dómsmálaráðherra hafi skipað hann til að meta hvort tilefni væri til að gera eitthvað í ákæruliðunum þrjátíu og tveimur sem vísað var frá dómi. Þetta kom verjendum á óvart, að sögn Gests Jónssonar, aðalverjanda í málinu, og varð tilefni þess að þeir óskuðu eftir úrskurði dómsins um hæfi dómsmálaráðherra, og færðu fyrir því rök. Gestur segir að sakborningar hafi ástæðu til að efast um óhlutdrægni dómsmálaráðherra í málinu í ljósi skrifa hans um Baug og þá sem verið hafa í forsvari fyrir félagið á undanförnum árum. Verjendur kröfðust þess einnig að Héraðsdómur úrskurðaði að þeir fengju aðgang að tölvugögnum þessa máls. Gestur segir að Ríkislögreglustjóri hafi samþykkt þann sjöunda september síðastliðinn að sá aðgangur yrði veittur en af ástæðum sem verjendum væri óskiljanlegar hefðu þeir ekki enn fengið aðganginn. Réttarhaldið í morgun var haldið að ósk verjenda að ákveðin yrði aðalmeðferð í málinu því óþolandi sé fyrir sakborningana að hafa málið hangandi yfir sér eins lengi og raunin hefur orðið. Gestur tók fram, varðandi spurninguna um hæfi dómsmálaráðherra, að það fæli ekki í sér vantraust á Sigurð T. Magnússon. Rétturinn sker væntanlega úr í vanhæfismálinu á miðvikudag. Auk þessa vilja verjendur fá skýringu á því af hverju Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélagi Baugsfeðga, sé ekki líka ákærður í málinu. Fréttir Innlent Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Verjendur í Baugsmálinu gerðu þá kröfu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að dómurinn skæri úr um hæfi Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra til að fela Sigurði T. Magnússyni valdheimildir Ríkissaksóknara vegna ákæruliðanna átta sem nú eru fyrir Héraðsdómi, eftir að Hæstiréttur vísaði þeim þangað aftur. Þessi krafa verjenda kom fram eftir að Jón H.B. Snorrason, saksóknari Ríkislögreglustjóra, lýsti því yfir í dóminum að Sigurður T. Magnússon færi með valdheimildir í ákæruliðunum átta en verjendur töldu að dómsmálaráðherra hafi skipað hann til að meta hvort tilefni væri til að gera eitthvað í ákæruliðunum þrjátíu og tveimur sem vísað var frá dómi. Þetta kom verjendum á óvart, að sögn Gests Jónssonar, aðalverjanda í málinu, og varð tilefni þess að þeir óskuðu eftir úrskurði dómsins um hæfi dómsmálaráðherra, og færðu fyrir því rök. Gestur segir að sakborningar hafi ástæðu til að efast um óhlutdrægni dómsmálaráðherra í málinu í ljósi skrifa hans um Baug og þá sem verið hafa í forsvari fyrir félagið á undanförnum árum. Verjendur kröfðust þess einnig að Héraðsdómur úrskurðaði að þeir fengju aðgang að tölvugögnum þessa máls. Gestur segir að Ríkislögreglustjóri hafi samþykkt þann sjöunda september síðastliðinn að sá aðgangur yrði veittur en af ástæðum sem verjendum væri óskiljanlegar hefðu þeir ekki enn fengið aðganginn. Réttarhaldið í morgun var haldið að ósk verjenda að ákveðin yrði aðalmeðferð í málinu því óþolandi sé fyrir sakborningana að hafa málið hangandi yfir sér eins lengi og raunin hefur orðið. Gestur tók fram, varðandi spurninguna um hæfi dómsmálaráðherra, að það fæli ekki í sér vantraust á Sigurð T. Magnússon. Rétturinn sker væntanlega úr í vanhæfismálinu á miðvikudag. Auk þessa vilja verjendur fá skýringu á því af hverju Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélagi Baugsfeðga, sé ekki líka ákærður í málinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira