Innlent

Metár í útgáfu atvinnuleyfa

Mynd/Vilhelm

Aldrei áður í sögunni hafa verið gefin út jafnmörg atvinnuleyfi hér á landi og það sem af er þessu ári. Morgunblaðið greinir frá því í dag að útgefin atvinnuleyfi séu nú orðinn rúmlega 4800 á þessu ári, en til samanburðar voru gefin út rúmlega 3700 atvinnuleyfi allt árið í fyrra. Haft er eftir Gissuri Péturssyni, forstjóra Vinnumálastofnunar, að um met sé að ræða, en við þennan hóp bætist svo talsverður fjöldi útlendinga frá Evrópska Efnahagssvæðinu, sem ekki þurfa atvinnuleyfi. Er jafnvel búist við því að útgáfur atvinnuleyfa á þessu ári geti orðið rúmlega 6000 á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×