Innlent

Ráðist á lögreglumann

Maður um þrítugt réðst á lögregluna í Bolungarvík með snjóskóflu um þrjúleytið á laugardagsnótt. Pústrar og slagsmál höfðu verið milli manna eftir dansleik í bænum og kom lögreglan á staðinn til að róa mannskapinn.

Þegar verið var að handtaka mann kom annar að og réðst á lögregluna með skóflu. Sá var yfirbugaður með varnarúða og vistaður í fangageymslu yfir nóttina. Skýrsla verður gerð um málið og mun hún verða send til sýslumanns þar sem tekin verður ákvörðun um framhaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×