Innlent

Upphaf nýs skólahúss

Fyrstu skóflu­stungurnar að nýrri skólamiðstöð á Fáskrúð­sfirði voru teknar á þriðjudag og fengu börn á leikskólanum Kærabæ heiðurinn að því að taka þær. Kostnaður við fyrsta áfanga skólamiðstöðvarinnar verður 167 milljónir króna og er gert ráð fyrir að framkvæmdum ljúki 1. apríl árið 2007.

Grunnskóli bæjarins verður til húsa í skólamiðstöðinni en þar verður einnig leikskóli, tónlistarskóli og mötuneyti en gert er ráð fyrir að framkvæmdum við síðari áfanga byggingarinnar ljúki í ágúst 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×