Innlent

Sveinn Rúnar beið í ellefu klukkutíma

Við Landamærin í Gaza. Landamæraverðir eru heldur harðir á Gaza og verða margir frá að hverfa þó þeir hafi lögmætt erindi til Gaza. Sveinn Rúnar fékk að bíða í sex klukkustundir en kollegi hans ellefu.
Við Landamærin í Gaza. Landamæraverðir eru heldur harðir á Gaza og verða margir frá að hverfa þó þeir hafi lögmætt erindi til Gaza. Sveinn Rúnar fékk að bíða í sex klukkustundir en kollegi hans ellefu.

"Ég þurfti nú aðeins að bíða í sex klukkutíma eftir því að komast í gegn en Ben Alof kollegi minn sem er heimilislæknir frá Wales og er hér í lögmætum erindum þurfti að bíða í eina ellefu klukkutíma," segir Sveinn Rúnar Hauksson læknir og formaður samtakanna Ísland-Palestína. Hann er nú staddur á Gazasvæðinu þar sem hann mun skoða heilsugæslur í flóttamannabúðum.

"Ég er reyndar á eigin vegum í námsferð en er með pappíra upp á vasann frá heilbrigðisráðherra sem ég mun svo skila skýrlsu um ferðina og einnig frá Lúterska heimssambandinu, þannig að ég er hér í lögmætum tilgangi. Það voru reyndar bandarískir menn einnig sem komu frá National Democratic Institute en þeir urðu frá að hverfa," segir Sveinn Rúnar.

Hann segir Gazasvæðið vera fangelsi fyrir Palestínumenn en þó sér hann einnig nokkrar jákvæðar breytingar. "Þó varla sé hægt að komast inn til Gaza þá er mun hægara um vik að fara um innan svæðisins eftir brottflutning Ísraela og það munar mjög mikið um það sérstaklega ef slys ber að höndum," segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×