Stríðið um Smáralind 7. febrúar 2005 00:01 Spurningakeppninni Gettu betur verður ekki sjónvarpað úr Smáralind þetta árið þar sem Sjónvarpið, Stöð 2 og Smáralind gátu ekki komið sér saman um sanngjarna leigu. Upp úr viðræðum slitnaði í síðustu viku. Sjónvarpshluti spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur hefst á morgun. Keppnin hefur farið fram í Vetrargarði Smáralindar undanfarin ár en í síðustu viku varð ljóst að ekkert yrði af útsendingum þaðan þetta árið. Um þessar fer þar fram Idol-Stjörnuleit fram og komst Sjónvarpið ekki samkomulagi við forráðamenn Smáralindar og Stöðvar 2 um leiguverð á aðstöðunni. "Við stóðum í þeirri góðu trú að við værum með samning við Smáralind um leigu. Þegar á hólminn var komið reynist svo ekki vera. Stöð 2 var með kröfu um að Sjónvarpið tæki þátt í að greiða hluta af húsaleigu þeirra í Smáralind en við vorum ekki reiðubúin að gera það," segir Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri Sjónvarpsins. Þar vísar hann til samnings sem Stöð 2 gerði við Smáralind sem kveður á um að ef aðrir fengju afnot af Vetrargarðinum á samningstímanum fengi stöðin afslátt af leigunni. Pálmi Kristinsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, segir að málið snúist einfaldlega um að Sjónvarpið og Smáralind hafi haft ólíkar hugmyndir um hvað fælist í sanngjarnri leigu. "Þeir töldu sig ekki reiðubúna að greiða nema það sem við köllum hálfgert líknargjald, nokkrar tugþúsundir króna fyrir hvern útsendingardag." Undanfarin tvö ár hefur Sjónvarpið ekki greitt fyrir að vera í Vetrargarðinum en nú vill Smáralind fá eitthvað fyrir sinn snúð. "Þessi framkoma Sjónvarpsins vakti furðu af okkar hálfu og þetta er viðhorf sem við getum engan veginn fellt okkur við, það er að segja að Sjónvarpið eigi að njóta þjónustu án þess að greiða þar fyrir. Við getum ekki unnið í því umhverfi," segir Pálmi. Bjarni ítrekar að þegar sé búið að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að halda keppnina. Viðureignunum verður sjónvarpað frá skólunum sjálfum þar sem því verður við komið og vex kostnaðurinn ekki vegna þessa. Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Spurningakeppninni Gettu betur verður ekki sjónvarpað úr Smáralind þetta árið þar sem Sjónvarpið, Stöð 2 og Smáralind gátu ekki komið sér saman um sanngjarna leigu. Upp úr viðræðum slitnaði í síðustu viku. Sjónvarpshluti spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur hefst á morgun. Keppnin hefur farið fram í Vetrargarði Smáralindar undanfarin ár en í síðustu viku varð ljóst að ekkert yrði af útsendingum þaðan þetta árið. Um þessar fer þar fram Idol-Stjörnuleit fram og komst Sjónvarpið ekki samkomulagi við forráðamenn Smáralindar og Stöðvar 2 um leiguverð á aðstöðunni. "Við stóðum í þeirri góðu trú að við værum með samning við Smáralind um leigu. Þegar á hólminn var komið reynist svo ekki vera. Stöð 2 var með kröfu um að Sjónvarpið tæki þátt í að greiða hluta af húsaleigu þeirra í Smáralind en við vorum ekki reiðubúin að gera það," segir Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri Sjónvarpsins. Þar vísar hann til samnings sem Stöð 2 gerði við Smáralind sem kveður á um að ef aðrir fengju afnot af Vetrargarðinum á samningstímanum fengi stöðin afslátt af leigunni. Pálmi Kristinsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, segir að málið snúist einfaldlega um að Sjónvarpið og Smáralind hafi haft ólíkar hugmyndir um hvað fælist í sanngjarnri leigu. "Þeir töldu sig ekki reiðubúna að greiða nema það sem við köllum hálfgert líknargjald, nokkrar tugþúsundir króna fyrir hvern útsendingardag." Undanfarin tvö ár hefur Sjónvarpið ekki greitt fyrir að vera í Vetrargarðinum en nú vill Smáralind fá eitthvað fyrir sinn snúð. "Þessi framkoma Sjónvarpsins vakti furðu af okkar hálfu og þetta er viðhorf sem við getum engan veginn fellt okkur við, það er að segja að Sjónvarpið eigi að njóta þjónustu án þess að greiða þar fyrir. Við getum ekki unnið í því umhverfi," segir Pálmi. Bjarni ítrekar að þegar sé búið að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að halda keppnina. Viðureignunum verður sjónvarpað frá skólunum sjálfum þar sem því verður við komið og vex kostnaðurinn ekki vegna þessa.
Fréttir Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira