Lífið

Nýja platan tilbúin

Hljómsveitin Weezer hefur nánast lokið upptökum á sinni nýjustu plötu, en hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Upptökunum var frestað á sínum tíma þegar forsprakki sveitarinnar, Rivers Cuomo, ákvað að ljúka einni önn við Harvard-háskóla. Að sögn sveitarinnar er búið að klára 97% plötunnar og var notast við upptökur frá síðasta ári sem átti eftir að vinna úr. Fékk Weezer þar góða aðstoð frá upptökustjóranum Rick Rubin við að velja rétta efnið. Platan er væntanleg í maí og verður fyrsta smáskífulagið, Beverly Hills, gefið út í mars.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.