Sport

Petit leggur skóna á hilluna

Frakkinn Emanuel Petit hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir að aðgerð sem hann fór í vegna meiðsla heppnaðist ekki sem skyldi. Petit, sem er 34 ára, hefur átt farsælan knattspyrnuferil og lék á sínum tíma með liðum eins og Arsenal, Chelsea og Barcelona. Þá er landsliðsferill kappans ekki síður glæsilegur, en hann náði þeim frábæra árangri með Frökkum að verða bæði Evrópu- og heimsmeistari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×