Sport

Robben er lykillinn, segir Duff

Damien Duff, leikmaður Chelsea og írska landsliðsins, telur komu Arjen Robben inn í Chelsea-liðið vera lykilinn að velgengni þess undanfarið. "Við sættum gagnrýni fyrir að skora ekki nóg af mörkum og þegar Robben kom inn eftir meiðsli kom hann með gífurlegan kraft og reyndist liðinu sannkölluð vítamínsprauta. Hann hefur að mínu mati öðrum fremur verið maðurinn sem kom okkur í þessa góðu stöðu í deildinni", sagði Duff.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×