Sport

Petit leggur skóna á hilluna

Franski knattspyrnumaðurinn Emmanuel Petit tilkynnti í morgun að hann væri hættur að leika knattspyrnu. Petit lék með Monaco en fór síðan til Englands og lék með Arsenal og Chelsea auk þess sem hann var um tíma hjá Barcelona. Hann er 34 ára og hefur ekki jafnað sig af hnémeiðslum sem hafa plagað hann. Petit lék 63 leiki með franska landsliðinu og varð m.a. heimsmeistari með Frökkum 1998 á heimavelli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×