Netið veit meira en ég 21. janúar 2005 00:01 Þýski leikarinn Udo Kier fer með veigamikið hlutverk í One Point O eftir Martein Þórsson og Jeff Renfroe, sem er frumsýnd í dag. Marteinn og Jeff skrifuðu hlutverk Udos með hann í huga og lögðu mikið upp úr því að fá hann til liðs við sig. Það var auðsótt mál og Udo var fyrsti leikarinn sem samþykkti að leika í One Point O en á eftir fylgdi eðalfólk á borð við Deborah Unger, Jeremy Sisto, Bruce Payne og Lance Henriksen. Tíu dagar í Rúmeníu "Lars Von Trier kynnti mig fyrir Marteini og Jeff fyrir nokkrum árum og mér leist mjög vel á handritið þeirra frá upphafi þannig að um leið og fjármagn fékkst til að gera One Point O sló ég til," sagði Udo þegar Fréttablaðið náði sambandi við hann þar sem hann var staddur í Los Angeles. "Ég er mjög hrifinn af myrkum viðfangsefnum í kvikmyndum og One Point O höfðaði því strax til mín. Við tókum myndina í Rúmeníu og það var æðislegt en ég hafði aldrei komið þangað áður og var þar við tökur í tíu daga." Udo er alvanur því að leika í ódýrum kvikmyndum og telur peninga síður en svo ráða úrslitum um gæði. "Það er hægt að gera ótrúlega hluti ef maður er með rétta tökumanninn og þessi mynd er ofboðslega flott. Það er alveg ótrúlegt hversu miklum áhrifum tökumaðurinn nær fram." Blóðugur ferill Udo er gamall reynslubolti sem hefur komið víða við á litskrúðugum ferli og unnið með nokkrum athyglisverðustu leikstjórum síðustu áratuga. Hann fæddist í Þýskalandi árið 1944 og er því 61 árs. Hann lék í myndum sérvitringsins og listamannsins Andy Warhol um Frankenstein og Dracula 1973 og 1974. Þá var hann í Suspiria eftir Dario Argento og hefur unnið með sérvitringum eins og Rainer Werner Fassbinder (Lili Marleen), Lars Von Trier (Dancer in the Dark, Dogville) og Gus Van Sant (My Own Private Idaho). Þá kom Kier við sögu í Shadow of the Vampire frá árinu 2000 en hann bindur sig þó síður en svo eingöngu við listrænar, alvarlegar og óháðar myndir og hefur skotið upp kollinum í jafn ólíkum myndum og Ace Ventura: Pet Detective, Barb Wire, Blade, Armageddon og End of Days með Arnold Schwarzenegger. Gaman að vinna með nýliðum "Netið veit nú meira um mig en ég sjálfur en mér skilst að því sé haldið fram að ég hafi leikið í um það bil 160 kvikmyndum. Það er ekki fjarri lagi og ég hef verið mjög heppinn í gegnum árin og notið þess að vinna með frábærum leikstjórum eins og Fassbinder, Gus Van Sant og Von Trier. En ég gæti þess samt líka alltaf að vinna reglulega með nýjum leikstjórum. Mér finnst það mjög skemmtilegt, sérstaklega ef þeir eru að gera sína fyrstu mynd. Það er svo mikil óbeisluð orka í fólki sem er að byrja. Væntingarnar og vonirnar eru líka svo miklar og stórar og það er svo mikið í húfi vegna þess að ef myndin gengur vel ertu í góðum málum en ef hún klikkar ertu í verulega vondum málum og gætir lent í meiriháttar vandræðum með að koma næstu mynd þinni á koppinn." 10 ár að rukka Fassbinder Udo sparar ekki hrósið þegar talið berst að Marteini og Jeff. "Þeir eru mjög hæfileikaríkir og söfnuðu saman frábærum hópi. Deborah er til dæmis að gera frábæra hluti í myndinni." Allir þeir úrvalsleikarar sem komu að One Point O þáðu lágmarkslaun fyrir vinnu sína en Udo finnst alveg sjálfsagt að slaka á kröfunum og fá í staðinn að vinna með nýju og fersku fólki. "Þetta snýst ekki bara um peninga. Ég fékk einungis borgað fyrir leik í einni Fassbinder-mynd og það tók mig 10 ár að kreista þann pening út. Ég hef verið svo heppinn hérna í Ameríku að ég hef fengið að vinna með Spielberg og fleirum verið í stórum stúdíómyndum myndum eins og Blade og Surviving Christmas. Það eru svona myndir sem gera mér kleift að taka að mér hlutverk í óháðum myndum, sem mér finnst miklu skemmtilegra. Eftir því sem myndirnar verða stærri og dýrari færist stjórnin meira yfir á peningaöflin. Maður hefur ekkert að segja. Meira að segja leikstjórarnir ráða engu og peningamennirnir taka allar úrslitaákvarðanir." thorarinn@frettabladid.is Menning Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Sjá meira
Þýski leikarinn Udo Kier fer með veigamikið hlutverk í One Point O eftir Martein Þórsson og Jeff Renfroe, sem er frumsýnd í dag. Marteinn og Jeff skrifuðu hlutverk Udos með hann í huga og lögðu mikið upp úr því að fá hann til liðs við sig. Það var auðsótt mál og Udo var fyrsti leikarinn sem samþykkti að leika í One Point O en á eftir fylgdi eðalfólk á borð við Deborah Unger, Jeremy Sisto, Bruce Payne og Lance Henriksen. Tíu dagar í Rúmeníu "Lars Von Trier kynnti mig fyrir Marteini og Jeff fyrir nokkrum árum og mér leist mjög vel á handritið þeirra frá upphafi þannig að um leið og fjármagn fékkst til að gera One Point O sló ég til," sagði Udo þegar Fréttablaðið náði sambandi við hann þar sem hann var staddur í Los Angeles. "Ég er mjög hrifinn af myrkum viðfangsefnum í kvikmyndum og One Point O höfðaði því strax til mín. Við tókum myndina í Rúmeníu og það var æðislegt en ég hafði aldrei komið þangað áður og var þar við tökur í tíu daga." Udo er alvanur því að leika í ódýrum kvikmyndum og telur peninga síður en svo ráða úrslitum um gæði. "Það er hægt að gera ótrúlega hluti ef maður er með rétta tökumanninn og þessi mynd er ofboðslega flott. Það er alveg ótrúlegt hversu miklum áhrifum tökumaðurinn nær fram." Blóðugur ferill Udo er gamall reynslubolti sem hefur komið víða við á litskrúðugum ferli og unnið með nokkrum athyglisverðustu leikstjórum síðustu áratuga. Hann fæddist í Þýskalandi árið 1944 og er því 61 árs. Hann lék í myndum sérvitringsins og listamannsins Andy Warhol um Frankenstein og Dracula 1973 og 1974. Þá var hann í Suspiria eftir Dario Argento og hefur unnið með sérvitringum eins og Rainer Werner Fassbinder (Lili Marleen), Lars Von Trier (Dancer in the Dark, Dogville) og Gus Van Sant (My Own Private Idaho). Þá kom Kier við sögu í Shadow of the Vampire frá árinu 2000 en hann bindur sig þó síður en svo eingöngu við listrænar, alvarlegar og óháðar myndir og hefur skotið upp kollinum í jafn ólíkum myndum og Ace Ventura: Pet Detective, Barb Wire, Blade, Armageddon og End of Days með Arnold Schwarzenegger. Gaman að vinna með nýliðum "Netið veit nú meira um mig en ég sjálfur en mér skilst að því sé haldið fram að ég hafi leikið í um það bil 160 kvikmyndum. Það er ekki fjarri lagi og ég hef verið mjög heppinn í gegnum árin og notið þess að vinna með frábærum leikstjórum eins og Fassbinder, Gus Van Sant og Von Trier. En ég gæti þess samt líka alltaf að vinna reglulega með nýjum leikstjórum. Mér finnst það mjög skemmtilegt, sérstaklega ef þeir eru að gera sína fyrstu mynd. Það er svo mikil óbeisluð orka í fólki sem er að byrja. Væntingarnar og vonirnar eru líka svo miklar og stórar og það er svo mikið í húfi vegna þess að ef myndin gengur vel ertu í góðum málum en ef hún klikkar ertu í verulega vondum málum og gætir lent í meiriháttar vandræðum með að koma næstu mynd þinni á koppinn." 10 ár að rukka Fassbinder Udo sparar ekki hrósið þegar talið berst að Marteini og Jeff. "Þeir eru mjög hæfileikaríkir og söfnuðu saman frábærum hópi. Deborah er til dæmis að gera frábæra hluti í myndinni." Allir þeir úrvalsleikarar sem komu að One Point O þáðu lágmarkslaun fyrir vinnu sína en Udo finnst alveg sjálfsagt að slaka á kröfunum og fá í staðinn að vinna með nýju og fersku fólki. "Þetta snýst ekki bara um peninga. Ég fékk einungis borgað fyrir leik í einni Fassbinder-mynd og það tók mig 10 ár að kreista þann pening út. Ég hef verið svo heppinn hérna í Ameríku að ég hef fengið að vinna með Spielberg og fleirum verið í stórum stúdíómyndum myndum eins og Blade og Surviving Christmas. Það eru svona myndir sem gera mér kleift að taka að mér hlutverk í óháðum myndum, sem mér finnst miklu skemmtilegra. Eftir því sem myndirnar verða stærri og dýrari færist stjórnin meira yfir á peningaöflin. Maður hefur ekkert að segja. Meira að segja leikstjórarnir ráða engu og peningamennirnir taka allar úrslitaákvarðanir." thorarinn@frettabladid.is
Menning Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Sjá meira