Lífið

Bisness er bisness

Það er kominn föstudagur og Fókus fylgir DV. Í blaðinu í dag er talað við Ásdísi Sif listakonu vegna sýningu hennar sem hún opnar í dag, það er úttekt á menntaskólunum og athugað hvaða týpur eru í hvaða skóla og djammkortið er á sínum stað. Svo er viðtal við Svala á Fm 957 þar sem hann lýsir sinni skoðun á lokun útvarpsstöðvanna um daginn. "Maður verður náttúrulega bara að líta á þetta þannig að bisness er bisness," segir Svali, útvarpsmaðurinn kunni sem starfar á FM 957. "Í þessum geira skiptir það máli hvaða útvarpsstöðvar skila inn peningum, það eru þær sem lifa af. Þetta snýst allt um það. Þessar stöðvar voru bara ekki að skila pening þannig að því fór sem fór. Við hérna á FM 957 höfum alltaf náð að komast af með því að skila inn peningum. Ef við mundum ekki gera það færum við líka undir, það er ósköp einfalt." Svali er þó mjög feginn að rokkið komst af, semsagt fékk aðra útvarpsstöð." Það væri náttúrulega óásættanlegt að það væri engin stöð með rokk. Það væri bara alveg fáránlegt. Það væri bara eins og það væri allt í einu engin FM 957. Afganginn af viðtalinu er að finna í Fókus sem fylgir DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.