Innlent

Fæðingarorlof er fyrir alla

Andri Teitsson, framkvæmdastjóri KEA hætti störfum hjá fyrirtækinu þar sem hann hefði þurft að taka fæðingarorlof í óþökk annarra stjórnenda fyrirtækisins. Stjórnarformaður fyrirtækisins sagði í framhaldinu að lög um fæðingarorlof eigi ekki að gilda um stjórnendur á háum launum sem gegni lykilstöðum í fyrirtækinu. Þessu er Halldór Grönvold hjá ASÍ algjörlega ósammála og segir hann megimarkmið laganna að tryggja öllum foreldrum, óháð starfs- og launakjörum, rétt til þess að taka fæðingarorlof. Hann segir ljóst að samkomulag KEA við framkvæmdastjóra sinn sé gert undir ákveðinni þvingun, þ.e.a.s. að þessum starfsmanni hafi verið gert ljóst að ekki hefði verið óskað eftir störfum hans þar sem hann hugsðist taka sér fæðingarorlof. Hann sagði fordæmisgildið vera með ýmsum hætti og geta tengst fólki á tilteknum kjörum þar sem einblínt er á laun. Hann benti einnig á að um leið og búið væri að búa til rök eins og þessi þá geti það verið ávísun á önnur sambærileg rök. Hann sagði hafa komið upp sambærileg mál og þau yfirleitt leyst með ákveðinni sátt föður og viðkomandi fyrirtækis. Hann sagði þó þetta mál vera einsdæmi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×