Lífið

Árshátíðarstemning í Hafnarfirði

"Núna í janúar, febrúar og mars stendur yfir sérstakt árshátíðartilboð sem Hafnarfjarðarbær og hafnfirsk fyrirtæki standa fyrir," segir Jóhannes Viðar Bjarnason eigandi Fjörukráarinnar. Þeir sem kaupa sér pakkann fá gott tilboð á flugi, bílaleigubíl frá Hertz eða Hópbílum. Að sögn Jóhannesar er þetta tilboð afar vinsælt hjá fólki utan að landi en hann segir Reykvíkinga og jafnvel Kópavogsbúa einnig duglega að notfæra sér það. "Gisting í eina nótt hér á Hótel Viking og þriggja rétta máltíð kostar aðeins 5500 krónur á manninn svo gerir aðrir betur," segir Jóhannes og bætir við að vinsælt sé svo að kíkja í Bláa Lónið með Hópferðum og fara í hestaferð með Íshestum og í kúrekaveislu. "Ef fólk vill kaupa aukanótt kostar hún aðeins 2500 krónur á manninn." Lestu meira í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.