Lífið

Dagskráin sniðin að þörfum hópsins

"Hugarfar Íslendinga er að breytast. Hingað til hafa forráðamenn fyrirtækja leitað út fyrir landssteinana þegar eyða á peningum í starfsfólkið," segir Halldór Kristjánsson framkvæmdarstjóri The Activity Group sem býður upp á óvissuferðir fyrir fyrirtæki og starfsmannahópa. Halldór segir óvissuferð tilvalda byrjun á árshátíðum og öðrum veisluhöldum. "Þetta er náttúrulega alltaf spurning um fjárráð. Þetta verður alltaf dýrara en að leigja sal úti í bæ og halda ball þar en þetta skilur svo miklu miklu meira eftir sig. Við sníðum dagskrána eftir hverjum hóp fyrir sig og oft í samráði við fulltrúa fyrirtækisins. Eins og veðrið er í dag bjóðum við til dæmis upp á hunda- og vélsleðaferðir, fyrirlestra og ísklifur og tengjum það saman við mat og drykk á óvæntan og skemmtilegan hátt eins og sjávarréttarhlaðborði uppi á jökli eða dúkkum borð niðri í fjöru. Stór hluti af starfsfólkinu hefur til dæmis aldrei komið upp á jökul og gert þessa hluti sem við bjóðum upp á," segir Halldór og viðurkennir að hingað til hafi útlendingar verið stærsti hluti viðskiptavina fyrirtækisins. Lestu ítarlegra viðtal í tímartinu Magasín sem fylgir DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.