Lífið

Skar undan sér

Velskur karlmaður á þrítugsaldri sýndi félögum sínum um helgina að hann er maður orða sinna. Félagarnir sátu á laugardag á krá og fylgdust með leik Englands og Wales í ruðningi. Wales hefur ekki unnið England í ruðningi í tólf ár og voru Wales-verjar svartsýnir á að á því yrði breyting. Svo svartsýnn var reyndar Geoff Huiss að hann hét því á félaga sína að hann myndi skera undan sér ef hans mönnum tækist að leggja Englendinga. Öllum á óvart, og kannski Huiss mest, þá vann Wales leikinn með 11 stigum gegn 9. Huiss hikaði þó ekki andartak eftir leikinn, snaraði sér heim og brá eldhúshnífnum á tólin. Hann mætti stundu síðar á krána með eistun í annnarri hendinni en var þaðan keyrður í ofboði á sjúkrahús. Líðan hans er sögð alvarleg en lögregla segir að Huiss hafi áður átt við andlega vanheilsu að stríða.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.