Lífið

Aðdáendur U2 bálreiðir

Hluti af rúmlega 100 þúsund aðdáendum rokksveitarinnar U2 sem hafði skráð sig í aðdáendaklúbb hennar á U2.com er bálreiður eftir að hann fékk ekki miða á nýjustu tónleika sveitarinnar í tónleikaferð þeirra, Vertigo. Á heimasíðunni var því lofað að þeir sem myndu borga um 2500 krónur í klúbbinn myndu fá örugga miða á tónleika U2. Sú varð hins vegar ekki raunin því þegar forsala hófst þann 25. janúar voru ekki til nógu margir miðar. Rigndi þá kvörtunum yfir heimasíðuna. "Það varð klúður með dreifingu miðanna," sagði Larry Mullen Jr., trommari U2 á síðunni. "Við gátum ekkert gert við einhverju af þessu en við hefðum getað brugðist við sumu," sagði hann. Hljómsveitin vill bæta fyrir mistökin og hefur boðið ósáttum meðlimum aðdáendaklúbbsins endurgreiðslu. Tónleikaferð U2 er í tilefni af nýjustu plötu sveitarinnar, How to Dismantle an Atomic Bomb, sem hefur hlotið mjög góðar móttökur. Ekki hefur þó allt gengið að óskum hjá sveitinni að undanförnu því fyrir utan vandræðin með aðdáendaklúbbinn þurfti hún að fresta tónleikaferð sinni um einn mánuð vegna veikinda í fjölskyldu gítarleikarans The Edge.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.