Kvikmyndaskoðun vanhæf til verks 8. febrúar 2005 00:01 Börn og kvikmyndir - Ívar Halldórsson Þá úrskurðar Kvikmyndaskoðun hvort takmarka skuli dreifingu kvikmyndar miðað við tiltekið aldursmark teljist kvikmyndin að mati Kvikmyndaskoðunar geta haft skaðleg áhrif á siðferði eða sálarlíf barna. (Reglugerð um kvikmyndaskoðun). Sú var tíðin að foreldrar gátu treyst Kvikmyndaskoðun til að leggja siðferðislegt mat á kvikmyndir hérlendis en því miður virðist að nú sé tíðin önnur. Ýmsu má um kenna til að dusta af sér óánægju almennings eins og fjármagnsskorti, veikindum eða tímaleysi ríkisstarfsmanna, en þegar dómgreindarleysi unglinga í garð siðferðis og vímuefna fer vaxandi og umræða um úrlausnir er á allra vörum í fjölmiðlum og skólum hlýtur vægi eftirlitsnefnda að aukast hvað þetta varðar. Ekki fyrir löngu var sýnd kvikmynd í kvikmyndahúsum hérlendis, "The Girl Next Door", sem talin var í fyrstu að mati Kvikmyndaskoðunar við hæfi allra aldurshópa. Eftir kvörtun frá skólakennurum og foreldrum og vegna birtingar greinar í Fréttablaðinu leiðrétti Kvikmyndaskoðun mat sitt og var nú myndin ekki talin við hæfi barna yngri en 14 ára Þess skal þó getið að myndin var ekki talin við hæfi barna yngri en 16 ára erlendis. Nú er myndin komin út á myndabandi og inniheldur nú atriði sem erlendis þóttu of gróf fyrir hvíta tjaldið og ekki hæfa börnum yngri en 18 ára. Það sem vekur mikla furðu hjá mér er að nú er myndin að mati Kvikmyndaskoðunar aftur við hæfi allra aldurshópa þrátt fyrir grófara innihald! Ég og kona mín horfðum á þessa mynd um daginn þegar börn okkar voru sofnuð til að geta lagt dómbært mat á myndina sem foreldrar fimm íslenskra barna. Boðskapur myndarinnar nær nú til allra aldurshópa, þökk sé Kvikmyndaskoðun, en spurningin er hvort við foreldrar séum sátt við að 6-15 ára gömul börn okkar horfi á ljósbláar klámmyndir. Í myndinni kennir ýmissa grasa: Áhorfendur, ungir sem aldnir, sjá mikið úrval rassa, ber brjóst, glefsur úr klámmyndum, súludansa, kjöltudansa, lesbíur í ham, munngælur, "ljóma" klámmynda-iðnaðarins og svona mætti lengi upp telja. Það sem vekur jafnvel enn meiri hrylling er að í myndinni er skýrt tekið fram að e-töflur séu ekki hættulegar og geri mann bara skemmtilega ruglaðan. Þetta sendir vissulega brengluð boð til ungra barna! Fjöldi fórnarlamba eiturlyfja fer ört hækkandi og margir ástkærir unglingar okkar hafa látist vegna eiturlyfjaneyslu. Hversu margir foreldra vilja að klámstjörnur og eiturlyfjaneytendur séu fyrirmyndir barna sinna? Menntamálaráðuneyti þyrfti að endurskoða siðgæðisþrek starfsmanna Kvikmyndaskoðunar. Þeirra starf ætti að felast í því að verja börn okkar gegn utanaðkomandi áreiti sem spillt getur sálarlífi, sakleysi og siðgæðisvitund. En þar til siðgæðisvitund Kvikmyndaskoðunar vaknar þurfa foreldrar að standa saman um velferð barna sinna og meina utanaðkomandi skaða aðgang að sálarlífi þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Börn og kvikmyndir - Ívar Halldórsson Þá úrskurðar Kvikmyndaskoðun hvort takmarka skuli dreifingu kvikmyndar miðað við tiltekið aldursmark teljist kvikmyndin að mati Kvikmyndaskoðunar geta haft skaðleg áhrif á siðferði eða sálarlíf barna. (Reglugerð um kvikmyndaskoðun). Sú var tíðin að foreldrar gátu treyst Kvikmyndaskoðun til að leggja siðferðislegt mat á kvikmyndir hérlendis en því miður virðist að nú sé tíðin önnur. Ýmsu má um kenna til að dusta af sér óánægju almennings eins og fjármagnsskorti, veikindum eða tímaleysi ríkisstarfsmanna, en þegar dómgreindarleysi unglinga í garð siðferðis og vímuefna fer vaxandi og umræða um úrlausnir er á allra vörum í fjölmiðlum og skólum hlýtur vægi eftirlitsnefnda að aukast hvað þetta varðar. Ekki fyrir löngu var sýnd kvikmynd í kvikmyndahúsum hérlendis, "The Girl Next Door", sem talin var í fyrstu að mati Kvikmyndaskoðunar við hæfi allra aldurshópa. Eftir kvörtun frá skólakennurum og foreldrum og vegna birtingar greinar í Fréttablaðinu leiðrétti Kvikmyndaskoðun mat sitt og var nú myndin ekki talin við hæfi barna yngri en 14 ára Þess skal þó getið að myndin var ekki talin við hæfi barna yngri en 16 ára erlendis. Nú er myndin komin út á myndabandi og inniheldur nú atriði sem erlendis þóttu of gróf fyrir hvíta tjaldið og ekki hæfa börnum yngri en 18 ára. Það sem vekur mikla furðu hjá mér er að nú er myndin að mati Kvikmyndaskoðunar aftur við hæfi allra aldurshópa þrátt fyrir grófara innihald! Ég og kona mín horfðum á þessa mynd um daginn þegar börn okkar voru sofnuð til að geta lagt dómbært mat á myndina sem foreldrar fimm íslenskra barna. Boðskapur myndarinnar nær nú til allra aldurshópa, þökk sé Kvikmyndaskoðun, en spurningin er hvort við foreldrar séum sátt við að 6-15 ára gömul börn okkar horfi á ljósbláar klámmyndir. Í myndinni kennir ýmissa grasa: Áhorfendur, ungir sem aldnir, sjá mikið úrval rassa, ber brjóst, glefsur úr klámmyndum, súludansa, kjöltudansa, lesbíur í ham, munngælur, "ljóma" klámmynda-iðnaðarins og svona mætti lengi upp telja. Það sem vekur jafnvel enn meiri hrylling er að í myndinni er skýrt tekið fram að e-töflur séu ekki hættulegar og geri mann bara skemmtilega ruglaðan. Þetta sendir vissulega brengluð boð til ungra barna! Fjöldi fórnarlamba eiturlyfja fer ört hækkandi og margir ástkærir unglingar okkar hafa látist vegna eiturlyfjaneyslu. Hversu margir foreldra vilja að klámstjörnur og eiturlyfjaneytendur séu fyrirmyndir barna sinna? Menntamálaráðuneyti þyrfti að endurskoða siðgæðisþrek starfsmanna Kvikmyndaskoðunar. Þeirra starf ætti að felast í því að verja börn okkar gegn utanaðkomandi áreiti sem spillt getur sálarlífi, sakleysi og siðgæðisvitund. En þar til siðgæðisvitund Kvikmyndaskoðunar vaknar þurfa foreldrar að standa saman um velferð barna sinna og meina utanaðkomandi skaða aðgang að sálarlífi þeirra.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar