Með uppbrettar ermar 28. janúar 2005 00:01 Engan þarf að undra að Georg Kr. Lárusson hafi sótt um starf forstjóra Landhelgisgæslunnar þegar það var auglýst laust til umsóknar fyrir tveimur mánuðum. Hann hefur nefnilega lengi langað til að gegna því. "Landhelgisgæslan hefur alltaf verið mér ofarlega í huga og efst á óskalistanum hvað framtíðarstarf varðar. Skip, flugvélar og annað slíkt hefur verið mitt áhugamál alla ævi og ég hef fylgst vel með starfsemi Landhelgisgæslunnar í gegnum árin. Ég er mjög ánægður og þá fyrst og fremst með það mikla traust sem mér er sýnt með því að fela mér stjórnun þessarar stóru stofnunar sem ég lít svo á að gegni miklu hlutverki í íslensku samfélagi sem á eftir að vaxa enn frekar." Georg segir nýja starfið gerólíkt hans gamla starfi hjá Útlendingastofnun því þar á bæ hafi flest mál krafist tafarlausrar úrlausnar en hjá Landhelgisgæslunni séu viðfangsefnin stærri og tímafrekari og frekar sé horft til framtíðar. "Hér eru aðkallandi verkefni sem eru fyrst og fremst þau að horfa til breyttra tíma. Þó að lega landsins hafi verið óbreytt frá ómunatíð þá hefur veröldin í kringum okkur breyst verulega og Ísland færst nær öðrum þjóðum í öllum skilningi. Það má segja að fyrr á árum hafi frumverkefni Landhelgisgæslunnar verið að vinna að útfærslu fiskveiðilögsögunnar og gæta þess að hér væru ekki útlendingar að ólöglegum veiðum og stela frá okkur fiskinum." Eiturlyfjum smyglað inn og út Enn er fiskveiðieftirlitið stór partur af starfseminni og sömuleiðis björgun og leit, bæði á sjó og landi. Georg segir hin nýju verkefni lúta til dæmis að mengunarvörnum, smygli á eiturlyfjum og fólki og ekki hvað síst hugsanlegri hryðjuverkaógn. "Þó svo að sú ógn kunni ekki að beinast að okkur þá er Ísland í miðju Atlantshafinu og getur því verið notað sem millilendingarstaður fyrir vafasaman mannskap og fyrir flutning á ýmsum ólögmætum varningi, svo sem eiturlyfjum til annarra landa." Hann segir sögur á kreiki um að eiturlyfjum sé smyglað til landsins, þó ekki til að koma á markað hérlendis. "Við höfum svo sem heyrt sögur sem styðja að það kunni að vera reyndin. Eiturlyf geta farið hér í gegn, þeim skipað upp á Íslandi og þau flutt einhvern tíma þegar vel hentar með einhverskonar leiðum frá landinu og yfir til meginlandsins annað hvort í vestri eða austri." Georg nefnir líka Schengen-samstarfið og bendir á að ekki sé nóg að gæta landleiðanna í Keflavík og á Seyðisfirði. "Við höfum merkt á síðustu árum að hér við strendur landsins er sívaxandi umferð bæði seglskúta og ýmissa annarra farartækja sem vissulega geta borið með sér ólöglegan mannskap, efni og annað þvíumlíkt." Varðskip á rekstrarleigu Floti Landhelgisgæslunnar er kominn til ára sinna og lengi hefur verið rætt um nauðsyn þess að kaupa nýtt varðskip. Georg tekur undir það að vissu leyti en ekki öllu. Hann telur enga nauðsyn á að kaupa nýtt skip en vill þess í stað leigja það. "Það dylst engum að við höfum ekki staðið okkur sem skyldi í endurnýjun flotans og það liggur fyrir að skipin eru sum hver á fertugs- og fimmtugsaldri. Það sér hver maður í hendi sér að við þurfum að taka okkur á í þessum efnum og dómsmálaráðherra hefur sýnt þessu verkefni mikinn áhuga. Þá er flugvélin komin til ára sinna og það liggur ljóst fyrir að við þurfum að endurnýja hana innan tveggja ára." Georg telur óskynsamlegt að festa kaup á nýjum tækjum enda hægt að fara aðrar leiðir."Við þurfum að ráða yfir skipi sem við getum stjórnað og stýrt og gert við það það sem við viljum og við þurfum að ráða yfir flugvél. En við þurfum ekki að eiga þessar græjur. Í stað þess að binda þrjá milljarða í eign sem ónýtist smám saman gætum við greitt ákveðið leigugjald. Það ætti líka að leiða til skilvirkari endurnýjunar á þessum tækjum." Rekstrarleiga skipa hefur rutt sér til rúms og til dæmis leigir norska strandgæslan 21 af þeim 24 skipum sem hún hefur til umráða. Þarf ekki "íslenskt" skip "Það fylgir því átak og erfiði að koma upp nýju skipi. Samkvæmt síðustu útreikningum á skipi fyrir Íslendinga myndi kosta þrjá milljarða að smíða skip. Við getum auðveldlega leigt skip þar sem við borgum hugsanlega 150 milljónir króna á ári í leigugjöld. Ef við ættum ótakmarkaða peninga væri sjálfsagt sniðugt að láta smíða skip en staðan er nú þannig að við eigum ekki ótakmarkaða peninga." Georg segir óþarfi að sérhanna nýtt varðskip fyrir Íslendinga, hægt sé að nota samskonar skip og til dæmis Norðmennirnir noti. "Ég lít svo á að öll sú vinna og allir þeir peningar sem hafa verið lagðir í sérútbúið íslenskt skip sé vitleysa. Við getum sótt þessa þekkingu til annarra landa. Þetta er svipað og að við Íslendingar smíðum ekki bíla heldur látum við duga að kaupa bíla frá öðrum löndum því við teljum aðra hæfari í þau mál. Öll tæki sem hafa verið keypt hingað frá 1926 hafa verið smíðuð sérstaklega fyrir Ísland, bæði skipin og flugvélin. Undantekningalaust hafa þessi tæki verið keyrð alveg þangað til þau voru búin. Þá erum við í vandræðum og þurfum að setja mikla peninga, milljarða núna ef við ætlum að smíða skip, í fjárfestingu sem við svo sitjum uppi með og reynum að keyra í botn." Georg er bjartsýnn á að nýtt varðskip fáist fyrr en síðar en segir brýnast nú að endurnýja flugvél Gæslunnar enda á síðasta snúningi. Um leið vill Georg skoða hvort ekki sé skynsamlegt að sameina flugrekstur ríkisins, það er, reka sameiginlega flugkost Landhelgisgæslunnar og Flugmálastjórnar. Vopnaþjálfun efld Varðskipin eru búin vopnum og hópur starfsmanna Gæslunnar hefur hlotið þjálfun í vopnaburði enda löggæslumenn á hafinu. Georg segir mikilvægt að efla menntun og þjálfun manna í ljósi breyttrar heimsmyndar. "Þó svo að við reiknum alls ekki með að þurfa að eiga við hryðjuverkamenn á hverjum degi þá er þetta atriði sem við þurfum að horfa til þegar horft er til heildarhagsmuna og öryggis ríkisins.Þó svo að Íslendingar séu herlaus þjóð og vopnlaus þjóð að meginstefnu til verðum við að geta brugðist við aðsteðjandi vá. Við getum ekki verið algjörlega varnar- og bjargarlaus og þó svo að raunveruleikinn verði vonandi aldrei þannig að við þurfum að beita þessum vopnum í miklum mæli þá þurfum við engu að síður að eiga þessi tæki og hafa þessa þjálfun." Önnur hlið á þessum peningi er sprengjudeildin sem vaxið hefur á síðustu árum. "Nú er svo komið að sprengjudeildin okkar er talin sú besta á Norðurlöndum. Við höfum gegnt veigamiklu hlutverki í útlöndum til að kenna mönnum og aðstoða við að eyða sprengjum." Við þau störf deildarinnar bætast svo á bilinu 70 til 100 verkefni innanlands þar sem sprengjur og tundurdufl eru gerð óvirk. Georg Lárusson er nýtekinn við stýrinu í Landhelgisgæslunni en hefur þegar brett upp ermar. Margt er í bígerð og meðal annars verða höfuðstöðvarnar fluttar í Skógarhlíð í haust, en þær hafa verið um áratuga skeið á Seljavegi. Georg Kr. Lárusson á skrifstofu sinni.MYND/GVA Innlent Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Engan þarf að undra að Georg Kr. Lárusson hafi sótt um starf forstjóra Landhelgisgæslunnar þegar það var auglýst laust til umsóknar fyrir tveimur mánuðum. Hann hefur nefnilega lengi langað til að gegna því. "Landhelgisgæslan hefur alltaf verið mér ofarlega í huga og efst á óskalistanum hvað framtíðarstarf varðar. Skip, flugvélar og annað slíkt hefur verið mitt áhugamál alla ævi og ég hef fylgst vel með starfsemi Landhelgisgæslunnar í gegnum árin. Ég er mjög ánægður og þá fyrst og fremst með það mikla traust sem mér er sýnt með því að fela mér stjórnun þessarar stóru stofnunar sem ég lít svo á að gegni miklu hlutverki í íslensku samfélagi sem á eftir að vaxa enn frekar." Georg segir nýja starfið gerólíkt hans gamla starfi hjá Útlendingastofnun því þar á bæ hafi flest mál krafist tafarlausrar úrlausnar en hjá Landhelgisgæslunni séu viðfangsefnin stærri og tímafrekari og frekar sé horft til framtíðar. "Hér eru aðkallandi verkefni sem eru fyrst og fremst þau að horfa til breyttra tíma. Þó að lega landsins hafi verið óbreytt frá ómunatíð þá hefur veröldin í kringum okkur breyst verulega og Ísland færst nær öðrum þjóðum í öllum skilningi. Það má segja að fyrr á árum hafi frumverkefni Landhelgisgæslunnar verið að vinna að útfærslu fiskveiðilögsögunnar og gæta þess að hér væru ekki útlendingar að ólöglegum veiðum og stela frá okkur fiskinum." Eiturlyfjum smyglað inn og út Enn er fiskveiðieftirlitið stór partur af starfseminni og sömuleiðis björgun og leit, bæði á sjó og landi. Georg segir hin nýju verkefni lúta til dæmis að mengunarvörnum, smygli á eiturlyfjum og fólki og ekki hvað síst hugsanlegri hryðjuverkaógn. "Þó svo að sú ógn kunni ekki að beinast að okkur þá er Ísland í miðju Atlantshafinu og getur því verið notað sem millilendingarstaður fyrir vafasaman mannskap og fyrir flutning á ýmsum ólögmætum varningi, svo sem eiturlyfjum til annarra landa." Hann segir sögur á kreiki um að eiturlyfjum sé smyglað til landsins, þó ekki til að koma á markað hérlendis. "Við höfum svo sem heyrt sögur sem styðja að það kunni að vera reyndin. Eiturlyf geta farið hér í gegn, þeim skipað upp á Íslandi og þau flutt einhvern tíma þegar vel hentar með einhverskonar leiðum frá landinu og yfir til meginlandsins annað hvort í vestri eða austri." Georg nefnir líka Schengen-samstarfið og bendir á að ekki sé nóg að gæta landleiðanna í Keflavík og á Seyðisfirði. "Við höfum merkt á síðustu árum að hér við strendur landsins er sívaxandi umferð bæði seglskúta og ýmissa annarra farartækja sem vissulega geta borið með sér ólöglegan mannskap, efni og annað þvíumlíkt." Varðskip á rekstrarleigu Floti Landhelgisgæslunnar er kominn til ára sinna og lengi hefur verið rætt um nauðsyn þess að kaupa nýtt varðskip. Georg tekur undir það að vissu leyti en ekki öllu. Hann telur enga nauðsyn á að kaupa nýtt skip en vill þess í stað leigja það. "Það dylst engum að við höfum ekki staðið okkur sem skyldi í endurnýjun flotans og það liggur fyrir að skipin eru sum hver á fertugs- og fimmtugsaldri. Það sér hver maður í hendi sér að við þurfum að taka okkur á í þessum efnum og dómsmálaráðherra hefur sýnt þessu verkefni mikinn áhuga. Þá er flugvélin komin til ára sinna og það liggur ljóst fyrir að við þurfum að endurnýja hana innan tveggja ára." Georg telur óskynsamlegt að festa kaup á nýjum tækjum enda hægt að fara aðrar leiðir."Við þurfum að ráða yfir skipi sem við getum stjórnað og stýrt og gert við það það sem við viljum og við þurfum að ráða yfir flugvél. En við þurfum ekki að eiga þessar græjur. Í stað þess að binda þrjá milljarða í eign sem ónýtist smám saman gætum við greitt ákveðið leigugjald. Það ætti líka að leiða til skilvirkari endurnýjunar á þessum tækjum." Rekstrarleiga skipa hefur rutt sér til rúms og til dæmis leigir norska strandgæslan 21 af þeim 24 skipum sem hún hefur til umráða. Þarf ekki "íslenskt" skip "Það fylgir því átak og erfiði að koma upp nýju skipi. Samkvæmt síðustu útreikningum á skipi fyrir Íslendinga myndi kosta þrjá milljarða að smíða skip. Við getum auðveldlega leigt skip þar sem við borgum hugsanlega 150 milljónir króna á ári í leigugjöld. Ef við ættum ótakmarkaða peninga væri sjálfsagt sniðugt að láta smíða skip en staðan er nú þannig að við eigum ekki ótakmarkaða peninga." Georg segir óþarfi að sérhanna nýtt varðskip fyrir Íslendinga, hægt sé að nota samskonar skip og til dæmis Norðmennirnir noti. "Ég lít svo á að öll sú vinna og allir þeir peningar sem hafa verið lagðir í sérútbúið íslenskt skip sé vitleysa. Við getum sótt þessa þekkingu til annarra landa. Þetta er svipað og að við Íslendingar smíðum ekki bíla heldur látum við duga að kaupa bíla frá öðrum löndum því við teljum aðra hæfari í þau mál. Öll tæki sem hafa verið keypt hingað frá 1926 hafa verið smíðuð sérstaklega fyrir Ísland, bæði skipin og flugvélin. Undantekningalaust hafa þessi tæki verið keyrð alveg þangað til þau voru búin. Þá erum við í vandræðum og þurfum að setja mikla peninga, milljarða núna ef við ætlum að smíða skip, í fjárfestingu sem við svo sitjum uppi með og reynum að keyra í botn." Georg er bjartsýnn á að nýtt varðskip fáist fyrr en síðar en segir brýnast nú að endurnýja flugvél Gæslunnar enda á síðasta snúningi. Um leið vill Georg skoða hvort ekki sé skynsamlegt að sameina flugrekstur ríkisins, það er, reka sameiginlega flugkost Landhelgisgæslunnar og Flugmálastjórnar. Vopnaþjálfun efld Varðskipin eru búin vopnum og hópur starfsmanna Gæslunnar hefur hlotið þjálfun í vopnaburði enda löggæslumenn á hafinu. Georg segir mikilvægt að efla menntun og þjálfun manna í ljósi breyttrar heimsmyndar. "Þó svo að við reiknum alls ekki með að þurfa að eiga við hryðjuverkamenn á hverjum degi þá er þetta atriði sem við þurfum að horfa til þegar horft er til heildarhagsmuna og öryggis ríkisins.Þó svo að Íslendingar séu herlaus þjóð og vopnlaus þjóð að meginstefnu til verðum við að geta brugðist við aðsteðjandi vá. Við getum ekki verið algjörlega varnar- og bjargarlaus og þó svo að raunveruleikinn verði vonandi aldrei þannig að við þurfum að beita þessum vopnum í miklum mæli þá þurfum við engu að síður að eiga þessi tæki og hafa þessa þjálfun." Önnur hlið á þessum peningi er sprengjudeildin sem vaxið hefur á síðustu árum. "Nú er svo komið að sprengjudeildin okkar er talin sú besta á Norðurlöndum. Við höfum gegnt veigamiklu hlutverki í útlöndum til að kenna mönnum og aðstoða við að eyða sprengjum." Við þau störf deildarinnar bætast svo á bilinu 70 til 100 verkefni innanlands þar sem sprengjur og tundurdufl eru gerð óvirk. Georg Lárusson er nýtekinn við stýrinu í Landhelgisgæslunni en hefur þegar brett upp ermar. Margt er í bígerð og meðal annars verða höfuðstöðvarnar fluttar í Skógarhlíð í haust, en þær hafa verið um áratuga skeið á Seljavegi. Georg Kr. Lárusson á skrifstofu sinni.MYND/GVA
Innlent Menning Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira