Detroit 4 - Philadelphia 1 4. maí 2005 00:01 Þegar mest liggur við, eru NBA meistararnir bestir. Sú varð að minnsta kosti raunin í nótt, þegar Detroit sló Philadelphia út úr úrslitakeppninni. Eftir að hafa leikið illa í þriðja leikfjórðungi í gær, stigu þeir á bensínið í lokaleikhlutanum og kláruðu dæmið. Pistons mæta annað hvort Indiana eða Boston í næstu umferð. Það sama var uppi á teningnum í leiknum í nótt og í öllum hinum fjórum. Lið Philadelphia barðist eins og ljón með litla stríðsmanninn Allen Iverson fremstan í flokki eins og endranær, en hafði einfaldlega ekki það sem til þurfti til að leggja meistarana. Munurinn á liðunum var bara of mikill. "Þeir eru meistaralið, þegar þeir þurfa geta þeir skrúað upp leik sinn og klárað dæmið," sagði Jim O´Brien, þjálfari Philadelphia. "Við vildum ekki missa forystu okkar niður í leiknum og allir vita að fjórði leikhlutinn er okkar leikhluti," sagði Richard Hamilton, sem skoraði 10 af 23 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Allen Iverson tognaði illa á ökkla í fjórða leikhlutanum og haltraði af leikvelli. Hann var þó ekki lengi að láta tjasla sér saman aftur og mætti strax í baráttuna aftur, en hann skoraði 34 stig fyrir Philadelphia í leiknum. "Mér fannst það hetjulegt af honum að koma aftur inn á völlinn meiddur," sagði Larry Brown, þjálfari Pistons, sem þjálfaði Iverson hjá Philadelphia einmitt í 6 ár."Hann er hugrakkur." LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers, sem naumlega missti af úrslitakeppninni, var staddur á leiknum í nótt sem áhorfandi og spjallaði meðal annars við Allen Iverson á meðan Detroit tóku tvö af vítaskotum sínum í leiknum. Atkvæðamestir hjá Philadelphia:Allen Iverson 34 stig (7 stoðs), Samuel Dalembert 11 stig (10 frák), Chris Webber 11 stig (8 frák), Andre Iguodala 9 stig (9 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 23 stig (7 stoðs), Richard Hamilton 23 stig (5 stoðs, 5 frák), Tayshaun Prince 14 stig (9 frák), Ben Wallace 11 stig (13 frák), Rasheed Wallace 9 stig (9 frák), Antoinio McDyess 8 stig. NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Sjá meira
Þegar mest liggur við, eru NBA meistararnir bestir. Sú varð að minnsta kosti raunin í nótt, þegar Detroit sló Philadelphia út úr úrslitakeppninni. Eftir að hafa leikið illa í þriðja leikfjórðungi í gær, stigu þeir á bensínið í lokaleikhlutanum og kláruðu dæmið. Pistons mæta annað hvort Indiana eða Boston í næstu umferð. Það sama var uppi á teningnum í leiknum í nótt og í öllum hinum fjórum. Lið Philadelphia barðist eins og ljón með litla stríðsmanninn Allen Iverson fremstan í flokki eins og endranær, en hafði einfaldlega ekki það sem til þurfti til að leggja meistarana. Munurinn á liðunum var bara of mikill. "Þeir eru meistaralið, þegar þeir þurfa geta þeir skrúað upp leik sinn og klárað dæmið," sagði Jim O´Brien, þjálfari Philadelphia. "Við vildum ekki missa forystu okkar niður í leiknum og allir vita að fjórði leikhlutinn er okkar leikhluti," sagði Richard Hamilton, sem skoraði 10 af 23 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Allen Iverson tognaði illa á ökkla í fjórða leikhlutanum og haltraði af leikvelli. Hann var þó ekki lengi að láta tjasla sér saman aftur og mætti strax í baráttuna aftur, en hann skoraði 34 stig fyrir Philadelphia í leiknum. "Mér fannst það hetjulegt af honum að koma aftur inn á völlinn meiddur," sagði Larry Brown, þjálfari Pistons, sem þjálfaði Iverson hjá Philadelphia einmitt í 6 ár."Hann er hugrakkur." LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers, sem naumlega missti af úrslitakeppninni, var staddur á leiknum í nótt sem áhorfandi og spjallaði meðal annars við Allen Iverson á meðan Detroit tóku tvö af vítaskotum sínum í leiknum. Atkvæðamestir hjá Philadelphia:Allen Iverson 34 stig (7 stoðs), Samuel Dalembert 11 stig (10 frák), Chris Webber 11 stig (8 frák), Andre Iguodala 9 stig (9 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 23 stig (7 stoðs), Richard Hamilton 23 stig (5 stoðs, 5 frák), Tayshaun Prince 14 stig (9 frák), Ben Wallace 11 stig (13 frák), Rasheed Wallace 9 stig (9 frák), Antoinio McDyess 8 stig.
NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Sjá meira