Erlent

Efnafræðitilraun úr böndunum

Leggja þurfti nítján nemendur í grunnskólanum í Brandrup á Jótlandi á sjúkrahús eftir að efnafræðitími endaði með skelfingu í gær. Að sögn Berlingske Tidende áttu nemendurnir að kanna áhrif saltsýru á ýmsa málma en fyrir misgáning tóku þeir saltpéturssýru í staðinn. Þegar saltpéturssýra binst kopar myndast hættulegar eiturgufur sem geta valdið alvarlegu tjóni á öndunarfærum. Því var ákveðið að flytja nemendurna nítján auk kennarans á sjúkrahúsið í Kolding. Enginn var þó talinn í bráðri hættu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×