Erlent

Höfuðið var af leigubílsstjóra

Danska lögreglan hefur borið kennsl á líkið sem fannst hlutað í sundur í Kaupmannahöfn um helgina. Hann hét Torben Vagn Knudsen og ók leigubíl.

Um helgina fundu vegfarendur líkamshluta af óþekktum manni, þar á meðal höfuð. Lögreglan gat ekki borið kennsl á höfuðið og því lét hún birta myndir af því í fjölmiðlum og barst fjöldi ábendinga í kjölfarið.

Af tönnum líksins mátti síðan ráða að maðurinn var 41 árs gamall leigubílstjóri frá Kaupmannahöfn, Torben Vagn Knudsen að nafni.

Öve Dahl lögregluforingi sagði í samtali við fjölmiðla í gær að svo virtist sem Knudsen hefði farið á öldurhús eftir að vakt hans lauk og er talið að hann hafi hitt þar banamann sinn. Fjöldi stungusára var á líkinu og segir Dahl að það hafi verið hlutað í sundur með sög. Bifreið Knudsen fannst skammt frá þeim stað þar sem höfuð hans og búkur voru skilin eftir.

Lögreglan mun nú taka til við að ræða við fjölskyldu, vini og vinnufélaga Knudsen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×