Erlent

Akajev íhugar afsögn

Askar Akajev, fyrrverandi forseti Kirgisistan, sagði í samtali við rússneska ríkissjónvarpið í gær að til greina kæmi að hann segði af sér embætti ef honum væri tryggð einhvers konar friðhelgi. Ummælin eru þvert á fyrri yfirlýsingar Akajevs um að hann myndi alls ekki víkja, síðast í gærmorgun. Þingmenn á kirgíska þinginu sættust í gær á að hið nýkjörna þing tæki við völdum af því gamla en miklar deilur hafa staðið um úrslit þingkosninganna í febrúar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×