Erlent

Schiavo verður krufin

Michael Schiavo, eiginmaður Terri Schiavo, segir að þegar kona sín andist muni hann láta kryfja lík hennar til að sýna fram á hversu sködduð á heila hún hafi verið. Foreldrar Terri vilja einnig krufningu en þau halda því fram að heilaskaði dóttur sinnar sé harla lítill. Terri hefur nú verið án matar og vatns í tólf daga. Mannréttindafrömuðurinn séra Jesse Jackson hefur bæst í hóp þeirra sem vilja framlengja líf Terri en í gær bað hann með foreldrum hennar. Hann segist ætla að kalla þá stjórnmálamenn til ábyrgðar sem höfnuðu beiðnum um að hefja næringargjöf á ný.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×