Með verkfall að vopni 29. mars 2005 00:01 Starfsgreinasambandið ætlar ekki að standa eitt að stöðugeikanum, segir Kristján Gunnarsson formaður sambandsins. Kraftaverk þurfi að gerast svo forsendur kjarasamnings félaga Starfsgreinasambandsins haldist. "Ég sé það ekki gerast," segir Kristján: "Verkafólk verður ekki endalaust sett eitt fyrir vagn stöðugleikans." Verði verðbólga yfir 2,5 prósent í haust og aðrir nýir kjarasamningar úr takti við samning Starfsgreinasambandsins tekur fjögurra manna nefnd á vegum Samtaka atvinnulífisins og Alþýðusambands Íslands hann til endurskoðunar, bætir hann eða segir honum upp. Verkalýðsfélag Akraness segir hann nú þegar kolfallinn og Kristján segir flest benda til þess að grípa þurfi til enduskoðunarákvæðisins. Verði vinnuveitendur ekki tilbúnir að bæta þann launamun sem myndast hafi og allar leiðir þrjóti sé verkfall eitt vopna sambandsins. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir hvorki skynsamlegt né líklegt að laun verði hækkuð frekar. Nefndin þurfi að skoða í haust hvort forsendurnar hafi staðist tæknilega eða ekki. Þrátt fyrir að dæmi séu um að félög hafi samið betur fyrir sína umbjóðendur en Starfsgreinasambandið heyri það til undantekninga. Verðbólgan sé einnig innan markmiða Seðlabankans sé húsnæðisliðurinn ekki reiknaður með. Ari bendir á að þar sem ekki hafi verið samið við allar starfstéttir sé ekki tímabært að skoða hvort forsendurnar séu brostnar. "Það er augljóst að laun hafa hækkað mikið meira á Íslandi en í löndunum í kring á samningstímanum. Þó eru laun hærra hlutfall af verðmætasköpun hér heldur en annars staðar. Það er líka ljóst að kaupmáttur hefur aldrei verið hærri á Íslandi. Hver maður getur því velt fyrir sér hvort líklegt sé að viðbrögð verði enn frekari launahækkanir," segir Ari. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Starfsgreinasambandið ætlar ekki að standa eitt að stöðugeikanum, segir Kristján Gunnarsson formaður sambandsins. Kraftaverk þurfi að gerast svo forsendur kjarasamnings félaga Starfsgreinasambandsins haldist. "Ég sé það ekki gerast," segir Kristján: "Verkafólk verður ekki endalaust sett eitt fyrir vagn stöðugleikans." Verði verðbólga yfir 2,5 prósent í haust og aðrir nýir kjarasamningar úr takti við samning Starfsgreinasambandsins tekur fjögurra manna nefnd á vegum Samtaka atvinnulífisins og Alþýðusambands Íslands hann til endurskoðunar, bætir hann eða segir honum upp. Verkalýðsfélag Akraness segir hann nú þegar kolfallinn og Kristján segir flest benda til þess að grípa þurfi til enduskoðunarákvæðisins. Verði vinnuveitendur ekki tilbúnir að bæta þann launamun sem myndast hafi og allar leiðir þrjóti sé verkfall eitt vopna sambandsins. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir hvorki skynsamlegt né líklegt að laun verði hækkuð frekar. Nefndin þurfi að skoða í haust hvort forsendurnar hafi staðist tæknilega eða ekki. Þrátt fyrir að dæmi séu um að félög hafi samið betur fyrir sína umbjóðendur en Starfsgreinasambandið heyri það til undantekninga. Verðbólgan sé einnig innan markmiða Seðlabankans sé húsnæðisliðurinn ekki reiknaður með. Ari bendir á að þar sem ekki hafi verið samið við allar starfstéttir sé ekki tímabært að skoða hvort forsendurnar séu brostnar. "Það er augljóst að laun hafa hækkað mikið meira á Íslandi en í löndunum í kring á samningstímanum. Þó eru laun hærra hlutfall af verðmætasköpun hér heldur en annars staðar. Það er líka ljóst að kaupmáttur hefur aldrei verið hærri á Íslandi. Hver maður getur því velt fyrir sér hvort líklegt sé að viðbrögð verði enn frekari launahækkanir," segir Ari.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira