Sport

Rui Costa í flugslysi

Einkaþota með Manuel Rui Costa innanborðs nauðlenti nálægt Malpensa-flugvellinum í Mílan á Ítalíu fyrr í dag. Rui Costa er sem kunnugt er fyrrum landsliðsmaður portúgalska knattspyrnulandsliðsins en hann hætti að leika með liðinu eftir EM 2004. Svo virðist sem að lendingarhjól flugvélarinnar hafi festst og því neyddist flugstjórinn til að nauðlenda vélinni. Flugvellinum var lokað í rúma klukkustund en samkvæmt talsmanni flugvallarins urðu engin slys á fólki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×