Framtíðarleiðtoginn Geir Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 12. september 2005 00:01 Loksins er komið að því. Davíð Oddsson stígur niður og hefur þegar tilkynnt að Geir Hilmar Haarde verði arftaki hans. Síðasta pólitíska verk Davíðs verður að kjósa Geir á næsta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Síðan segist hann ekki ætla að skipta sér af þeirri tíkinni. Það var búist við slag þegar Davíð ákvæði að hætta. Loks yrðu einhver átök í Sjálfstæðisflokknum sem sagður er leysa öll sín ágreiningsmál innanbúðar. Réttara er að sagt hafi verið að Davíð hafi haldið niðri öllum ágreiningi og leyfði engu að gjósa upp. Því voru margir utanflokks sem reiknuðu með því að Sjálfstæðisflokkurinn væru orðin að þvílíkum suðupotti að allt myndi springa þegar hann hætti að skipta sér af málum. Nú veit auðvitað engin hvort Davíð sé í raun að fara að hætta að skipta sér af Sjálfstæðisflokknum, líkt og hann sagði. Steingrímur Hermannsson reynir að skipta sér af Framsóknarflokknum, Svavar Gestsson af Vinstri grænum, Jón Baldvin af Samfylkingunni. Að minnsta kosti telja þeir sig allir vita hvað sé flokknum þeirra fyrir bestu. Ekki er hægt að útiloka að Davíð breytist í aftursætisbílstjóra þegar honum er farið að leiðast í Seðlabankanum og andinn kemur ekki yfir hann til að klambra saman nýrri bók. "Síðasta verk" Davíðs, að tryggja Geir formannssætið, virðist hannað til þess að koma í veg fyrir upplausn og sundrung innan Sjálfstæðisflokksins. Nú, allt í einu, eiga menn að vera sammála um að Geir sé augljós kostur og engin annar sé í stöðunni. Þrátt fyrir að ekki sé langt síðan að sumir sjálfstæðismennirnir voru sín á milli að ræða hvort ekki sé komin tími á að hoppa yfir Geirs kynslóð og líta frekar til vonarstjarnanna, líkt og Þorgerði Katrínu. Þá hafa allar raddir um að tími Björns Bjarnasonar sé loksins kominn gufað upp á svipuðum slóðum og stund Jóhönnu Sigurðardóttur. Það getur því orðið þrautin þyngri fyrir Geir að halda friðinn innan flokksins, sem kemur þó ekki almennilega í ljós fyrr en á öðrum landsfundi. Geir er sagður vinna öðruvísi meðal flokksmanna; duglegur, gáfaður og allt það. En miðað við að Geir hefur verið varaformaður stærsta stjórnmálaflokks landsins, og ekki síst, að hann hefur verið fjármálaráðherra frá 1998, vitum við kannski ekki svo mikið um hans skoðanir. Hvar hann stendur í flokknum miðað við þá stefnu sem flokkurinn hefur markað sér á landsfundum. Mun Geir reyna að breyta á einhvern hátt þeirri stefnu? Sumir vilja meina að hann tilheyri vinstri-armi flokksins. Mun þá hægri armurinn standa í vegi hans? Það verður einna helst þegar við sjáum hvernig Geir mun leysa úr slíkum árekstrum að við getum metið stöðu hans innan flokksins og hvort það hafi í raun verið Davíð sem faldi illdeilur innan flokksins eins og skítugu börnin hennar Evu.Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Loksins er komið að því. Davíð Oddsson stígur niður og hefur þegar tilkynnt að Geir Hilmar Haarde verði arftaki hans. Síðasta pólitíska verk Davíðs verður að kjósa Geir á næsta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Síðan segist hann ekki ætla að skipta sér af þeirri tíkinni. Það var búist við slag þegar Davíð ákvæði að hætta. Loks yrðu einhver átök í Sjálfstæðisflokknum sem sagður er leysa öll sín ágreiningsmál innanbúðar. Réttara er að sagt hafi verið að Davíð hafi haldið niðri öllum ágreiningi og leyfði engu að gjósa upp. Því voru margir utanflokks sem reiknuðu með því að Sjálfstæðisflokkurinn væru orðin að þvílíkum suðupotti að allt myndi springa þegar hann hætti að skipta sér af málum. Nú veit auðvitað engin hvort Davíð sé í raun að fara að hætta að skipta sér af Sjálfstæðisflokknum, líkt og hann sagði. Steingrímur Hermannsson reynir að skipta sér af Framsóknarflokknum, Svavar Gestsson af Vinstri grænum, Jón Baldvin af Samfylkingunni. Að minnsta kosti telja þeir sig allir vita hvað sé flokknum þeirra fyrir bestu. Ekki er hægt að útiloka að Davíð breytist í aftursætisbílstjóra þegar honum er farið að leiðast í Seðlabankanum og andinn kemur ekki yfir hann til að klambra saman nýrri bók. "Síðasta verk" Davíðs, að tryggja Geir formannssætið, virðist hannað til þess að koma í veg fyrir upplausn og sundrung innan Sjálfstæðisflokksins. Nú, allt í einu, eiga menn að vera sammála um að Geir sé augljós kostur og engin annar sé í stöðunni. Þrátt fyrir að ekki sé langt síðan að sumir sjálfstæðismennirnir voru sín á milli að ræða hvort ekki sé komin tími á að hoppa yfir Geirs kynslóð og líta frekar til vonarstjarnanna, líkt og Þorgerði Katrínu. Þá hafa allar raddir um að tími Björns Bjarnasonar sé loksins kominn gufað upp á svipuðum slóðum og stund Jóhönnu Sigurðardóttur. Það getur því orðið þrautin þyngri fyrir Geir að halda friðinn innan flokksins, sem kemur þó ekki almennilega í ljós fyrr en á öðrum landsfundi. Geir er sagður vinna öðruvísi meðal flokksmanna; duglegur, gáfaður og allt það. En miðað við að Geir hefur verið varaformaður stærsta stjórnmálaflokks landsins, og ekki síst, að hann hefur verið fjármálaráðherra frá 1998, vitum við kannski ekki svo mikið um hans skoðanir. Hvar hann stendur í flokknum miðað við þá stefnu sem flokkurinn hefur markað sér á landsfundum. Mun Geir reyna að breyta á einhvern hátt þeirri stefnu? Sumir vilja meina að hann tilheyri vinstri-armi flokksins. Mun þá hægri armurinn standa í vegi hans? Það verður einna helst þegar við sjáum hvernig Geir mun leysa úr slíkum árekstrum að við getum metið stöðu hans innan flokksins og hvort það hafi í raun verið Davíð sem faldi illdeilur innan flokksins eins og skítugu börnin hennar Evu.Svanborg Sigmarsdóttir - svanborg@frettabladid.is
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun