Erlent

Tymosjenkó spáir sér sigri

Júlía Tymosjenko, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, sagði í gær að Viktor Jústsjenkó forseti hefði verið farinn að óttast vaxandi vinsældir hennar er hann tók í síðustu viku ákvörðun um að reka ríkisstjórnina sem hún fór fyrir. Í samtali við AP-fréttastofuna spáði hún því að sú stjórnmálafylking sem hún fer fyrir í þingkosningum sem fram fara í landinu í mars muni vinna sannfærandi sigur. Tymosjenkó og Jústsjenkó voru sem tvíeyki í forystu fyrir "appelsínugulu byltingu" úkraínskra lýðræðissinna í vetur sem leið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×