Lífið

Kennarar fari úr hippafötunum

Þær fréttir berast nú frá Danmörku að það sé fleira en verkföll sem geti dregið úr virðingu kennarastarfsins. Formaður Kennarafélags Kaupmannahafnar hefur nú vakið máls á því að klæðaburður kennara sé fyrir neðan allar hellur og dragi úr virðingu manna fyrir kennarastarfinu. Hann segir marga kennara ennþá vaða í þeirri villu að föt frá hippatímabilinu séu enn í tísku. Það sé mikill misskilningur og að slíkur klæðnaður sé einungis merki um sóðaskap og að kennarar taki starf sitt ekki alvarlega. Kennarasamband Danmerkur vísar þessum málflutningi á bug.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.