Hraðamet í afgreiðslu þingmála 12. maí 2005 00:01 Alþingi fór í sumarleyfi skömmu fyrir miðnætti í gærkvöld eftir að Halldór Blöndal, fráfarandi þingforseti, hafði slegið hraðamet í afgreiðslu mála. Alls varð 101 frumvarp að lögum á öllu þinginu og nítján þingsályktunartillögur voru samþykktar. Tuttugu og sjö frumvörp urðu að lögum í gær. Sigurður Jónsso,n aðstoðarforstöðumaður á þingfundasviði, segir að forseti Alþingis hafi náð fimm atkvæðagreiðslum á mínútu og slegið þar með nýtt met í sögu Alþingis. Meðal þess sem var lögfest voru ný samkeppnislög og tvö önnur frumvörp sem tengjast samkeppnismálum. Þá voru lögfestar breytingar á lögum um fjarskipti sem einnig höfðu valdið miklum deilum. Halldór Blöndal var kvaddur, meðal annars með þeim orðum Ögmundar Jónassonar, þingmanns Vinstri - grænna, sem sagði að mörgum hafi þótt vita á stormasama sambúð hans við þingið hvernig hann hafi handleikið fundarhamarinn í upphafi forsetaferils síns frekar sem verkfæri til stórátaka en léttan smíðisgrip úr trjáviði. Það voru fleiri að hverfa frá sínu starfi en Halldór. Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lætur senn af þingmennsku og verður horfin á vit annarra starfa þegar þing kemur saman að nýju. Og það getur verið erfitt að kveðja, jafnvel þá sem ekki eru samherjar í pólitíkinni; Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokks, faðmaði Bryndísi vel og lengi eftir að þinginu var slitið í gær. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fleiri fréttir „Örstutt í þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Sjá meira
Alþingi fór í sumarleyfi skömmu fyrir miðnætti í gærkvöld eftir að Halldór Blöndal, fráfarandi þingforseti, hafði slegið hraðamet í afgreiðslu mála. Alls varð 101 frumvarp að lögum á öllu þinginu og nítján þingsályktunartillögur voru samþykktar. Tuttugu og sjö frumvörp urðu að lögum í gær. Sigurður Jónsso,n aðstoðarforstöðumaður á þingfundasviði, segir að forseti Alþingis hafi náð fimm atkvæðagreiðslum á mínútu og slegið þar með nýtt met í sögu Alþingis. Meðal þess sem var lögfest voru ný samkeppnislög og tvö önnur frumvörp sem tengjast samkeppnismálum. Þá voru lögfestar breytingar á lögum um fjarskipti sem einnig höfðu valdið miklum deilum. Halldór Blöndal var kvaddur, meðal annars með þeim orðum Ögmundar Jónassonar, þingmanns Vinstri - grænna, sem sagði að mörgum hafi þótt vita á stormasama sambúð hans við þingið hvernig hann hafi handleikið fundarhamarinn í upphafi forsetaferils síns frekar sem verkfæri til stórátaka en léttan smíðisgrip úr trjáviði. Það voru fleiri að hverfa frá sínu starfi en Halldór. Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lætur senn af þingmennsku og verður horfin á vit annarra starfa þegar þing kemur saman að nýju. Og það getur verið erfitt að kveðja, jafnvel þá sem ekki eru samherjar í pólitíkinni; Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokks, faðmaði Bryndísi vel og lengi eftir að þinginu var slitið í gær.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fleiri fréttir „Örstutt í þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Sjá meira