Phoenix 1 - Dallas 1 12. maí 2005 00:01 Eftir stórsigur Phoenix í fyrsta leik liðanna, voru margir á því að lið Dallas ætti ekki möguleika á að veita þeim keppni í seríunni. Dallas minnti þó rækilega á sig í nótt þegar þeir náðu að sigra í öðrum leiknum í Phoenix 108-106 og jafna metin, ekki síst fyrir góðan leik fyrrum leikmanns Phoenix. Dirk Nowitzki og Michael Finley hjá Dallas voru ekki á því að láta fara svo illa með sig annan leikinn í röð og léku vel í gær. Finley, sem lék sín fyrstu ár í deildinni með Phoenix Suns, var frábær í gær og skoraði 31 stig, auk þess að eiga ágætar rispur í vörninni gegn Amare Stoudemire hjá Suns sem fór mikinn í fyrsta leiknum. Þá var Nowitzki ekki síður mikilvægur á lokasprettinum og setti niður sigurkörfuna nokkrum sekúndum fyrir leikslok."Ég vildi helst ná að taka mitt uppáhalds skot við endalínuna þarna í restina og þó það hafi ekki litið glæsilega út, datt það og ég er mjög sáttur," sagði Þjóðverjinn. "Ég náði bara nokkrum opnum skotum af því félagar mínir voru að leika mig uppi. Ég nýtti bara þau tækifæri sem ég fékk," sagði Finley, sem er öllum hnútum kunnugur í Arizona. Joe Johnson, leikmaður Phoenix, þurfti að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik, eftir grófa villu frá Jerry Stackhouse. Johnson lenti nánast á andlitinu eftir árekstur þeirra og kom ekki meira við sögu í leiknum. Phoenix liðið er með ansi þunnan varamannabekk og má illa við að missa menn í meiðsli, en Johnson hefur ekki misst úr leik í deildinni í 2 ár. Eric Dampier, miðherji Dallas, var skammaður af liðsfélögum sínum eftir hörmulega frammistöðu í fyrsta leiknum, en var öllu sprækari í gær. Hinn dagfarsprúði Nowitzki var fremstur í flokki í gagnrýninni á hinn silalega Dampier, sem var fenginn til Dallas í fyrra fyrir peningana sem félagið hafði eftir að hafa skipt Steve Nash frá félaginu. Eins og svo oft áður í vetur, brást Dampier við gagnrýninni og lék vel. Atkvæðamestir í Dallas:Michael Finley 31 stig (6 frák, hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum), Dirk Nowitzki 23 stig (12 frák), Erick Dampier 15 stig (12 frák), Jason Terry 12 stig, Josh Howard 10 stig, Marquis Daniels 9 stig (8 frák), Jerry Stackhouse 8 stig.Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 30 stig (16 frák), Steve Nash 23 stig (13 stoðs), Shawn Marion 23 stig (15 frák, 6 varin), Quentin Richardson 12 stig (7 frák), Jimmy Jackson 9 stig (5 stolnir), Joe Johnson 8 stig. NBA Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Eftir stórsigur Phoenix í fyrsta leik liðanna, voru margir á því að lið Dallas ætti ekki möguleika á að veita þeim keppni í seríunni. Dallas minnti þó rækilega á sig í nótt þegar þeir náðu að sigra í öðrum leiknum í Phoenix 108-106 og jafna metin, ekki síst fyrir góðan leik fyrrum leikmanns Phoenix. Dirk Nowitzki og Michael Finley hjá Dallas voru ekki á því að láta fara svo illa með sig annan leikinn í röð og léku vel í gær. Finley, sem lék sín fyrstu ár í deildinni með Phoenix Suns, var frábær í gær og skoraði 31 stig, auk þess að eiga ágætar rispur í vörninni gegn Amare Stoudemire hjá Suns sem fór mikinn í fyrsta leiknum. Þá var Nowitzki ekki síður mikilvægur á lokasprettinum og setti niður sigurkörfuna nokkrum sekúndum fyrir leikslok."Ég vildi helst ná að taka mitt uppáhalds skot við endalínuna þarna í restina og þó það hafi ekki litið glæsilega út, datt það og ég er mjög sáttur," sagði Þjóðverjinn. "Ég náði bara nokkrum opnum skotum af því félagar mínir voru að leika mig uppi. Ég nýtti bara þau tækifæri sem ég fékk," sagði Finley, sem er öllum hnútum kunnugur í Arizona. Joe Johnson, leikmaður Phoenix, þurfti að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik, eftir grófa villu frá Jerry Stackhouse. Johnson lenti nánast á andlitinu eftir árekstur þeirra og kom ekki meira við sögu í leiknum. Phoenix liðið er með ansi þunnan varamannabekk og má illa við að missa menn í meiðsli, en Johnson hefur ekki misst úr leik í deildinni í 2 ár. Eric Dampier, miðherji Dallas, var skammaður af liðsfélögum sínum eftir hörmulega frammistöðu í fyrsta leiknum, en var öllu sprækari í gær. Hinn dagfarsprúði Nowitzki var fremstur í flokki í gagnrýninni á hinn silalega Dampier, sem var fenginn til Dallas í fyrra fyrir peningana sem félagið hafði eftir að hafa skipt Steve Nash frá félaginu. Eins og svo oft áður í vetur, brást Dampier við gagnrýninni og lék vel. Atkvæðamestir í Dallas:Michael Finley 31 stig (6 frák, hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum), Dirk Nowitzki 23 stig (12 frák), Erick Dampier 15 stig (12 frák), Jason Terry 12 stig, Josh Howard 10 stig, Marquis Daniels 9 stig (8 frák), Jerry Stackhouse 8 stig.Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 30 stig (16 frák), Steve Nash 23 stig (13 stoðs), Shawn Marion 23 stig (15 frák, 6 varin), Quentin Richardson 12 stig (7 frák), Jimmy Jackson 9 stig (5 stolnir), Joe Johnson 8 stig.
NBA Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira