Erlent

Genginn til liðs við Sharon

Shaul Mofaz varnarmálaráðherra Ísraels hefur gengið til liðs við miðflokk Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels.
Shaul Mofaz varnarmálaráðherra Ísraels hefur gengið til liðs við miðflokk Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels.

Shaul Mofaz, varnarmálaráðherra Ísraels, hefur sagt skilið við Likud-flokkinn og gengið til liðs við miðflokk Ariels Sharon forsætisráðherra. Mofaz segir að hægri öfgamenn hafi rænt Likud-flokknum og því hefði hann ekki getað unað. Mofaz var einn öflugasti leiðtogi Likud-flokksins.

Ákvörðun hans um að breyta til kemur nokkrum vikum eftir að skoðanakannanir sýndu að hann væri langt á eftir Benjamin Netanyahyu, fyrrverandi forsætisráðherra, og Silvian Shalom utanríkisráðherra í baráttunni um að verða næsta forsætisráðherraefni Likud-flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×