Ósátt við Alþingi 8. desember 2005 12:15 Úr sýningu Vesturports á Woyzeck. Starfsemi sjálfstæðu leikhópanna hefur verið í miklum blóma síðustu misseri, en þeir eru ósáttir við framlag á fjárlögum. Sjálfstæðir leikhópar eru afar ósáttir við afgreiðslu alþingis á úthlutun aukafjárveitingar upp á tíu milljónir sem fer til Borgarleikhússins í staðinn fyrir að renna til starfsemi sjálfstæðu leikhópanna. "Það er óásættanlegt að þeir fjármunir sem ætlaðir eru starfsemi atvinnuleikhópa í umræddri tillögu fari í að greiða niður halla á rekstri Leikfélags Reykjavíkur," segir í yfirlýsingu frá Sjálfstæðu leikhúsunum. Fjölmargir sjálfstæðir leikhópar sendu mótmælabréf til alþingis, þar á meðal Vesturport sem segir að með þessu sé því "mikilvæga starfi sem unnið er á okkar vettvangi ekki sýndur skilningur." Sjálfstæðu leikhúsin fá á þessum fjárlögum samtals 47 milljónir, sem er óbreytt upphæð frá síðasta ári. Leikhóparnir höfðu gert sér vonir um að tíu milljóna króna hækkun á framlögum til leikhúsmála kæmi þeim til góða, en niðurstaðan varð sú að Leikfélag Reykjavíkur fær þessa hækkun óskipta í sinn hlut. "Af þessum 47 milljónum eru 17 milljónir bundnar Hafnarfjarðarleikhúsinu, sem er vissulega mjög gott út af fyrir sig, en það þýðir að 30 milljónum er skipt upp á milli allra hinna hópanna." Á sýningar sjálfstæðu leikhúsanna flykkjast um það bil 370 þúsund manns á þessu ári, sem er álíka mikið og áhorfendur Þjóðleikhússins og Leikfélags Reykjavíkur til samans. Gróskan hefur verið mikil á síðustu árum, margar af athyglisverðustu sýningum í leikhúsheiminum eru á þeirra vegum. Meðal annars hafa margar af vinsælustu sýningum Borgarleikhússins verið sýningar sjálfstæðra leikhópa sem fengið hafa inni í húsinu, og má þar nefna sýningar eins og Grease, Brilljant skilnað og Kalla á þakinu. "Þetta eru sýningar sem moka inn áhorfendum og að sjálfsögðu skila þær fullt af tekjum. Við samþykkjum alls ekki að Leikfélag Reykjavíkur sé í nokkrum halla vegna atvinnuleikhópa í húsinu." Menning Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Sjálfstæðir leikhópar eru afar ósáttir við afgreiðslu alþingis á úthlutun aukafjárveitingar upp á tíu milljónir sem fer til Borgarleikhússins í staðinn fyrir að renna til starfsemi sjálfstæðu leikhópanna. "Það er óásættanlegt að þeir fjármunir sem ætlaðir eru starfsemi atvinnuleikhópa í umræddri tillögu fari í að greiða niður halla á rekstri Leikfélags Reykjavíkur," segir í yfirlýsingu frá Sjálfstæðu leikhúsunum. Fjölmargir sjálfstæðir leikhópar sendu mótmælabréf til alþingis, þar á meðal Vesturport sem segir að með þessu sé því "mikilvæga starfi sem unnið er á okkar vettvangi ekki sýndur skilningur." Sjálfstæðu leikhúsin fá á þessum fjárlögum samtals 47 milljónir, sem er óbreytt upphæð frá síðasta ári. Leikhóparnir höfðu gert sér vonir um að tíu milljóna króna hækkun á framlögum til leikhúsmála kæmi þeim til góða, en niðurstaðan varð sú að Leikfélag Reykjavíkur fær þessa hækkun óskipta í sinn hlut. "Af þessum 47 milljónum eru 17 milljónir bundnar Hafnarfjarðarleikhúsinu, sem er vissulega mjög gott út af fyrir sig, en það þýðir að 30 milljónum er skipt upp á milli allra hinna hópanna." Á sýningar sjálfstæðu leikhúsanna flykkjast um það bil 370 þúsund manns á þessu ári, sem er álíka mikið og áhorfendur Þjóðleikhússins og Leikfélags Reykjavíkur til samans. Gróskan hefur verið mikil á síðustu árum, margar af athyglisverðustu sýningum í leikhúsheiminum eru á þeirra vegum. Meðal annars hafa margar af vinsælustu sýningum Borgarleikhússins verið sýningar sjálfstæðra leikhópa sem fengið hafa inni í húsinu, og má þar nefna sýningar eins og Grease, Brilljant skilnað og Kalla á þakinu. "Þetta eru sýningar sem moka inn áhorfendum og að sjálfsögðu skila þær fullt af tekjum. Við samþykkjum alls ekki að Leikfélag Reykjavíkur sé í nokkrum halla vegna atvinnuleikhópa í húsinu."
Menning Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira