Vill skoða nýja víddir 7. desember 2005 12:00 Ásgeir Kolbeins hefur verið áberandi í íslenskum fjölmiðlum að undanförnu. Hann er hættur sem dagskrárstjóri FM957 en ákvörðun hans hefur komið mörgum á óvart. Ásgeir Kolbeinsson hefur sagt stöðu sinni lausri sem dagskrárstjóri FM 957 en þetta staðfesti hann í samtali við Fréttablaðið. Uppsögnin kom starfsfólki og stjórnendum stöðvarinnar nokkuð í opna skjöldu þar sem hún hefur verið að auka við vinsældir sínar jafnt og þétt á undanförnum mánuðum. "Það eru ekki margir sem vilja hverfa á brott þegar vel gengur," sagði Ásgeir en hann tók við starfinu fyrir hálfu ári síðan þegar mannabreytingar áttu sér stað hjá útvarpsstöðinni. Hann segist hafa lagt til margvíslegar breytingar og komið með nýja strauma og stefnur sem mæltust vel fyrir. "Það má kannski segja að ég sé búinn að koma henni á það ról sem ég vildi sjá hana á," útskýrir hann. "Það voru ákveðnar hugsjónir sem ég vildi að yrðu hafðar að leiðarljósi hjá stöðinni en á þessum harða fjölmiðlamarkaði geta minnstu mistök sett allt út af sporinu," bætir Ásgeir við og segist hverfa sáttur frá borði. Ásgeir segir þetta þó ekki hafa verið neina skyndiákvörðun því hún hafi verið að gerjast hjá honum í góðan mánuð. "Ég mun verða hér næstu vikurnar til að koma nýju fólki inn í starfið," segir Ásgeir en hann á sér þó engan draumaarftaka. "Bara einhvern sem heldur stöðinni á þeirri braut sem hún hefur verið á." Hann tekur þó skýrt fram að brotthvarfið verið í mesta bróðerni og engum hurðum verið skellt. Ásgeir Kolbeinsson hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið. Hann stýrir þættinum Sirkus Reykjavík á sjónvarpsstöðinni og mun áfram vera umsjónarmaður hans næstu þrjá mánuði. Ásgeir vildi ekkert segja hvað tæki við hjá sér næst og útilokaði ekki brotthvarf úr sviðsljósi fjölmiðlanna. "Mig langar til að skipta um starfsumhverfi og skoða nýjar víddir." sagði hann dulur og lét ekkert uppi. "Ég mun engu að síður taka mér nokkrar vikur í að íhuga málið," sagði Ásgeir og viðurkenndi að honum hefðu boðist nokkur spennandi störf. Hann sagði þó ekkert launungarmál að hann langaði til að starfa á sviði fjölmiðla og viðurkenndi að það væri sú braut sem hann vildi feta enn frekar. Menning Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Ásgeir Kolbeinsson hefur sagt stöðu sinni lausri sem dagskrárstjóri FM 957 en þetta staðfesti hann í samtali við Fréttablaðið. Uppsögnin kom starfsfólki og stjórnendum stöðvarinnar nokkuð í opna skjöldu þar sem hún hefur verið að auka við vinsældir sínar jafnt og þétt á undanförnum mánuðum. "Það eru ekki margir sem vilja hverfa á brott þegar vel gengur," sagði Ásgeir en hann tók við starfinu fyrir hálfu ári síðan þegar mannabreytingar áttu sér stað hjá útvarpsstöðinni. Hann segist hafa lagt til margvíslegar breytingar og komið með nýja strauma og stefnur sem mæltust vel fyrir. "Það má kannski segja að ég sé búinn að koma henni á það ról sem ég vildi sjá hana á," útskýrir hann. "Það voru ákveðnar hugsjónir sem ég vildi að yrðu hafðar að leiðarljósi hjá stöðinni en á þessum harða fjölmiðlamarkaði geta minnstu mistök sett allt út af sporinu," bætir Ásgeir við og segist hverfa sáttur frá borði. Ásgeir segir þetta þó ekki hafa verið neina skyndiákvörðun því hún hafi verið að gerjast hjá honum í góðan mánuð. "Ég mun verða hér næstu vikurnar til að koma nýju fólki inn í starfið," segir Ásgeir en hann á sér þó engan draumaarftaka. "Bara einhvern sem heldur stöðinni á þeirri braut sem hún hefur verið á." Hann tekur þó skýrt fram að brotthvarfið verið í mesta bróðerni og engum hurðum verið skellt. Ásgeir Kolbeinsson hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið. Hann stýrir þættinum Sirkus Reykjavík á sjónvarpsstöðinni og mun áfram vera umsjónarmaður hans næstu þrjá mánuði. Ásgeir vildi ekkert segja hvað tæki við hjá sér næst og útilokaði ekki brotthvarf úr sviðsljósi fjölmiðlanna. "Mig langar til að skipta um starfsumhverfi og skoða nýjar víddir." sagði hann dulur og lét ekkert uppi. "Ég mun engu að síður taka mér nokkrar vikur í að íhuga málið," sagði Ásgeir og viðurkenndi að honum hefðu boðist nokkur spennandi störf. Hann sagði þó ekkert launungarmál að hann langaði til að starfa á sviði fjölmiðla og viðurkenndi að það væri sú braut sem hann vildi feta enn frekar.
Menning Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira