Finnar á Íslandi fagna sjálfstæði 6. desember 2005 12:30 @Mynd -FoMed 6,5p CP:Virpi Jokinen Er með finnskan og íslenskan ríkisborgararétt. Finnland fagnar í dag 88 ára afmæli sínu sem sjálfstætt ríki. Landið öðlaðist sjálfstæði frá Rússum í kjölfar rússnesku byltingarinnar árið 1917. Það gerðist þó ekki átakalaust, þar sem borgarastríð fylgdi í kjölfarið milli hvítliða og rauðliða sem kostaði næstum 40.000 manns lífið. Sendiráð Finnlands um allan heim bjóða Finnum og fólki sem tengist Finnlandi til veislu til að minnast sjálfstæðisins og er Ísland engin undantekning. En hvernig fagna Finnar sjálfstæði sínu á heimavelli? "Við kveikjum á hvítum og bláum kertum til að minnast þeirra sem féllu í borgarastríðinu," segir hin finnsk-íslenska Virpi Jokinen, sem unnið hefur hjá Norræna félaginu á Íslandi undanfarin sex ár. "Svo er haldin móttaka hjá forsetanum sem er sýnd í beinni útsendingu. Næstu daga er talað um í vinnunni hverjum var boðið og hverjum ekki, hver var í hverju og svo framvegis. Maður kemst eiginlega ekki hjá því að fylgjast með þessu ef maður er í Finnlandi." Miður vetur er kannski frekar óheppilegur tími til að fagna þjóðhátíðardegi. Þegar Íslendingar lýstu yfir fullveldi var það fyrsta desember en sjálfstæði var lýst yfir 17. júní sem er öllu heppilegri tími fyrir skrúðgöngur. "Það er meira klapp á þjóðhátíðardaginn hér og ég held að Íslendingar myndu fagna mikið jafnvel þó hann væri í desember. Við tökum þessu allt öðruvísi, við heiðrum þá sem dóu fyrir Finnland og fögnum þeim sem eitthvað gott hafa gert fyrir Finnland eða heiminn. Í fyrra voru til dæmis þeir finnsku hjálparstarfsmenn sem fóru að hjálpa til eftir flóðin í Asíu heiðraðir sérstaklega." Virpi er fædd og uppalin í Finnlandi en hefur búið á Íslandi í þrettán ár. Hún kom hingað fyrst sem sumarstarfsmaður í Nordjobb og hefur ílengst hér síðan. Hún hefur nýverið fengið íslenskan ríkisborgararétt til viðbótar við þann finnska. "Reglunum var breytt fyrir um tveimur árum og þá var gert leyfilegt að hafa bæði ríkisföngin. Ég bý hér og borga skatt hér og langar til að kjósa hér í næstu kosningum þess vegna sóttist ég eftir íslenskum ríkisborgararétti." Um hundrað Finnar búa á Íslandi, og eru þá ekki taldir með þeir sem hafa tvöfaldan ríkisborgararétt. Munu þeir fagna sjálfstæði sínu í Norræna húsinu seinna í dag. valurg@frettabladid.is Menning Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Finnland fagnar í dag 88 ára afmæli sínu sem sjálfstætt ríki. Landið öðlaðist sjálfstæði frá Rússum í kjölfar rússnesku byltingarinnar árið 1917. Það gerðist þó ekki átakalaust, þar sem borgarastríð fylgdi í kjölfarið milli hvítliða og rauðliða sem kostaði næstum 40.000 manns lífið. Sendiráð Finnlands um allan heim bjóða Finnum og fólki sem tengist Finnlandi til veislu til að minnast sjálfstæðisins og er Ísland engin undantekning. En hvernig fagna Finnar sjálfstæði sínu á heimavelli? "Við kveikjum á hvítum og bláum kertum til að minnast þeirra sem féllu í borgarastríðinu," segir hin finnsk-íslenska Virpi Jokinen, sem unnið hefur hjá Norræna félaginu á Íslandi undanfarin sex ár. "Svo er haldin móttaka hjá forsetanum sem er sýnd í beinni útsendingu. Næstu daga er talað um í vinnunni hverjum var boðið og hverjum ekki, hver var í hverju og svo framvegis. Maður kemst eiginlega ekki hjá því að fylgjast með þessu ef maður er í Finnlandi." Miður vetur er kannski frekar óheppilegur tími til að fagna þjóðhátíðardegi. Þegar Íslendingar lýstu yfir fullveldi var það fyrsta desember en sjálfstæði var lýst yfir 17. júní sem er öllu heppilegri tími fyrir skrúðgöngur. "Það er meira klapp á þjóðhátíðardaginn hér og ég held að Íslendingar myndu fagna mikið jafnvel þó hann væri í desember. Við tökum þessu allt öðruvísi, við heiðrum þá sem dóu fyrir Finnland og fögnum þeim sem eitthvað gott hafa gert fyrir Finnland eða heiminn. Í fyrra voru til dæmis þeir finnsku hjálparstarfsmenn sem fóru að hjálpa til eftir flóðin í Asíu heiðraðir sérstaklega." Virpi er fædd og uppalin í Finnlandi en hefur búið á Íslandi í þrettán ár. Hún kom hingað fyrst sem sumarstarfsmaður í Nordjobb og hefur ílengst hér síðan. Hún hefur nýverið fengið íslenskan ríkisborgararétt til viðbótar við þann finnska. "Reglunum var breytt fyrir um tveimur árum og þá var gert leyfilegt að hafa bæði ríkisföngin. Ég bý hér og borga skatt hér og langar til að kjósa hér í næstu kosningum þess vegna sóttist ég eftir íslenskum ríkisborgararétti." Um hundrað Finnar búa á Íslandi, og eru þá ekki taldir með þeir sem hafa tvöfaldan ríkisborgararétt. Munu þeir fagna sjálfstæði sínu í Norræna húsinu seinna í dag. valurg@frettabladid.is
Menning Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira