Finnst Ísland frábært land 5. desember 2005 11:30 Denis Grbic þátttakandi í Ástarfleyinu. Raunveruleikaþátturinn Ástarfleyið, sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni Sirkus, hefur varla farið fram hjá neinum. Einn þátttakendanna er hinn tvítugi Denis Grbic. Denis kom til Íslands sem flóttamaður árið 1996, þá ellefu ára gamall. "Eins og fólk kannski man eftir þá var stríð í Júgóslavíu á þessum tíma. Ég bjó í Króatíu, þegar stríðið byrjaði, með móður minni sem er Króati og serbneskum föður mínum. Eftir að húsið okkar hafði verið eyðilagt vegna bardaga allt í kring, urðum við að flýja til Serbíu. Við komum þangað og vorum bókstaflega allslaus. Móðir mín og faðir þurftu að vinna mjög langan vinnudag til þess að við gætum verið í lítilli 40 fermetra íbúð. Sóttu "óvart" um Ísland Að sögn Denis var þetta ástand ekki viðunandi og því ákváðu þau að sækja um réttindi flóttamanna. "Við höfðum heyrt af því að hjálparstofnanir væru að bjóða fólki að flytjast brott af átakasvæðunum til þess að eygja von um betra líf. Móðir mín fór því til Belgrad, höfuðborgar Serbíu, og í höfuðstöðvar Rauða krossins þar í borg til þess að sækja um flóttamannaréttindi fyrir okkur fjölskylduna. Við komum síðan til Íslands í júlí 1996." Denis man vel þegar fjölskyldan kom fyrst til landsins. "Til að byrja með fluttum við á Ísafjörð og bjuggum þar í um fjögur ár. Pabbi, er lærður þjónn en hefur aldrei unnið við það hér á landi. Hann fékk vinnu sem netagerðarmaður á Ísafirði og mamma vann á hótelinu og sjúkrahúsinu á Ísafirði. Ég var tiltölulega fljótur að aðlagast. Það tók mig bara einhverja þrjá til fjóra mánuði að byrja að tala málið. Reyndar fékk ég smá sérkennslu í íslensku yfir sumartímann áður en skólinn byrjaði um haustið þannig að ég var kominn með smá grunn þegar skólastarfið hófst. Síðan byrjaði ég í skólanum, fór að æfa fótbolta og að komast meira inn í umhverfið," segir Denis á algjörlega lýtalausri íslensku. "Það segja mér líka margir að þeir trúi ekki að ég komi frá Króatíu þegar ég segi þeim að ég sé ekki fæddur á Íslandi, þar sem þeir taka ekki eftir neinum hreim eða einhverju slíku." Ísafjörður - Keflavík Næsti stoppistaður fjölskyldunnar var Keflavík en þá höfðu þau dvalið fjögur ár á Ísafirði. "Foreldrar mínir búa ennþá í Keflavík. Mamma vinnur á Flughótelinu í Keflavík og pabbi í járnabindingum. Ég flutti mig um set fyrir um tveimur árum og bý nú í Reykjavík þar sem ég leigi íbúð." Spurður um hvernig hann kunni við sig á Íslandi segir hann að honum líki vistin afskaplega vel. "Ég kann bara mjög vel við mig, það er alveg frábært að búa hérna. Ég kom svo ungur hingað til lands og ég lít svo á að Ísland sé mitt heimaland í dag. Mér líður langbest hérna. Auðvitað sakna ég afa og ömmu úti í Króatíu og vil heimsækja þau af og til en ég sé mig ekki fyrir mér flytja þangað út, að minnsta kosti ekki í nánustu framtíð. Sú verður kannski einhvern tímann raunin þegar ég er orðinn töluvert eldri en ég er í dag." Langaði að freista gæfunnar Þegar Denis er spurður hvers vegna hann hafi ákveðið að sækja um í Ástarfleyinu segir hann það vera langa sögu. "Þegar ég bjó í Keflavík kynntist ég stelpu og flutti hennar vegna til Reykjavíkur. Við leigðum saman í tvö ár og hættum síðan saman. Þegar liðnir voru um sex mánuðir frá sambandslitunum var mig farið að langa til þess að kynnast einhverri góðri stelpu. Það er eitthvað svo erfitt að kynnast góðum stelpum úti á lífinu þannig að ég ákvað að prófa þetta. Þetta var eitthvað alveg nýtt og ég greip bara tækifærið og skráði mig um leið og ég heyrði af auglýsingunni um þættina. Það má einnig segja að ástæðan fyrir því að ég skráði mig sé hálfgerð ævintýramennska af minni hálfu" segir Denis að lokum. Menning Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Sjá meira
Raunveruleikaþátturinn Ástarfleyið, sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni Sirkus, hefur varla farið fram hjá neinum. Einn þátttakendanna er hinn tvítugi Denis Grbic. Denis kom til Íslands sem flóttamaður árið 1996, þá ellefu ára gamall. "Eins og fólk kannski man eftir þá var stríð í Júgóslavíu á þessum tíma. Ég bjó í Króatíu, þegar stríðið byrjaði, með móður minni sem er Króati og serbneskum föður mínum. Eftir að húsið okkar hafði verið eyðilagt vegna bardaga allt í kring, urðum við að flýja til Serbíu. Við komum þangað og vorum bókstaflega allslaus. Móðir mín og faðir þurftu að vinna mjög langan vinnudag til þess að við gætum verið í lítilli 40 fermetra íbúð. Sóttu "óvart" um Ísland Að sögn Denis var þetta ástand ekki viðunandi og því ákváðu þau að sækja um réttindi flóttamanna. "Við höfðum heyrt af því að hjálparstofnanir væru að bjóða fólki að flytjast brott af átakasvæðunum til þess að eygja von um betra líf. Móðir mín fór því til Belgrad, höfuðborgar Serbíu, og í höfuðstöðvar Rauða krossins þar í borg til þess að sækja um flóttamannaréttindi fyrir okkur fjölskylduna. Við komum síðan til Íslands í júlí 1996." Denis man vel þegar fjölskyldan kom fyrst til landsins. "Til að byrja með fluttum við á Ísafjörð og bjuggum þar í um fjögur ár. Pabbi, er lærður þjónn en hefur aldrei unnið við það hér á landi. Hann fékk vinnu sem netagerðarmaður á Ísafirði og mamma vann á hótelinu og sjúkrahúsinu á Ísafirði. Ég var tiltölulega fljótur að aðlagast. Það tók mig bara einhverja þrjá til fjóra mánuði að byrja að tala málið. Reyndar fékk ég smá sérkennslu í íslensku yfir sumartímann áður en skólinn byrjaði um haustið þannig að ég var kominn með smá grunn þegar skólastarfið hófst. Síðan byrjaði ég í skólanum, fór að æfa fótbolta og að komast meira inn í umhverfið," segir Denis á algjörlega lýtalausri íslensku. "Það segja mér líka margir að þeir trúi ekki að ég komi frá Króatíu þegar ég segi þeim að ég sé ekki fæddur á Íslandi, þar sem þeir taka ekki eftir neinum hreim eða einhverju slíku." Ísafjörður - Keflavík Næsti stoppistaður fjölskyldunnar var Keflavík en þá höfðu þau dvalið fjögur ár á Ísafirði. "Foreldrar mínir búa ennþá í Keflavík. Mamma vinnur á Flughótelinu í Keflavík og pabbi í járnabindingum. Ég flutti mig um set fyrir um tveimur árum og bý nú í Reykjavík þar sem ég leigi íbúð." Spurður um hvernig hann kunni við sig á Íslandi segir hann að honum líki vistin afskaplega vel. "Ég kann bara mjög vel við mig, það er alveg frábært að búa hérna. Ég kom svo ungur hingað til lands og ég lít svo á að Ísland sé mitt heimaland í dag. Mér líður langbest hérna. Auðvitað sakna ég afa og ömmu úti í Króatíu og vil heimsækja þau af og til en ég sé mig ekki fyrir mér flytja þangað út, að minnsta kosti ekki í nánustu framtíð. Sú verður kannski einhvern tímann raunin þegar ég er orðinn töluvert eldri en ég er í dag." Langaði að freista gæfunnar Þegar Denis er spurður hvers vegna hann hafi ákveðið að sækja um í Ástarfleyinu segir hann það vera langa sögu. "Þegar ég bjó í Keflavík kynntist ég stelpu og flutti hennar vegna til Reykjavíkur. Við leigðum saman í tvö ár og hættum síðan saman. Þegar liðnir voru um sex mánuðir frá sambandslitunum var mig farið að langa til þess að kynnast einhverri góðri stelpu. Það er eitthvað svo erfitt að kynnast góðum stelpum úti á lífinu þannig að ég ákvað að prófa þetta. Þetta var eitthvað alveg nýtt og ég greip bara tækifærið og skráði mig um leið og ég heyrði af auglýsingunni um þættina. Það má einnig segja að ástæðan fyrir því að ég skráði mig sé hálfgerð ævintýramennska af minni hálfu" segir Denis að lokum.
Menning Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið