Lífið

Íslenskur stríðsáratangó

L'amour fou spilar tangótónlist í anda stríðsáranna
L'amour fou spilar tangótónlist í anda stríðsáranna

Hjálmar hafa sýnt og sannað að Íslendingar geta spilað reggae, en nú reynir hljómsveitin L'amour fou að bæta um betur og spila tangótónlist. Fyrirliði hljómsveitarinnar, Hrafnkell Orri Egilsson, segist þó ekki dansa tangó, en sé mikill áhugamaður um tónlistina.

"Ég fékk fyrst áhuga á tangó þegar ég sá franska tangóhljómsveit spila á Sólon fyrir 15 árum síðan." Fræi hefur verið sáð þá sem er núna að bera vöxt. "Lagið Þú og ég eftir Gunnar Þórðarson er í argentínskri sveiflu, en annað byggist á Salontónlist frá því um miðja síðustu öld. Elsta lagið er Dagný frá 1944." Hljómsveitin heldur útgáfutónleika þann 15. desember í Þjóðleikhúskjallaranum, og verða þetta einu tónleikar hljómsveitarinnar í bili. "Aðeins tveir hljómsveitarmeðlimana búa á Íslandi, hinir búa í New York, Kaupmannahöfn og Hollandi." Aðdáendur Hrafnkels eiga þó möguleika á að sjá hann oftar, því hann leikur einnig á selló með Sinfóníuhljómsveit Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.