Tölvuveirur eru tækni- og félagslegt vandamál 3. desember 2005 10:00 Hvernig er hægt að verjast tölvuveirum og öðrum hættum á netinu?Orðið tölvuveira (e. computer virus) er bæði notað í almennum skilningi um hvers kyns óæskileg forrit (e. malware, stytting á malicious software) og um tiltekna undirtegund slíkra forrita. Margir flokkar tölvuveiraTil eru margir flokkar tölvuveira. Þeirra á meðal eru eiginlegar veirur, en það eru forrit sem koma sér fyrir inni í öðrum forritum, og fjölvaveirur sem smita Microsoft Office skjöl. Einnig eru til svokallaðir ormar, til dæmis póstormar sem dreifa sér sjálfir í tölvupósti og netormar sem dreifa sér beint á milli nettengdra tölva. Ruslormar eru forrit sem dreift er í miklu magni með tölvupósti á sama hátt og ruslpósti. Svokallaðar bakdyr eru hugbúnaður sem opnar aðgang að tölvunni fyrir utanaðkomandi aðilum, án samþykkis eiganda, og njósnahugbúnaður fylgist með allri notkun á tölvunni og sendir upplýsingar um þá notkun til utanaðkomandi aðila, aftur án samþykkis eiganda tölvunnar. Loks má nefna trójuhesta, forrit sem villa á sér heimildir og gera annað en notandinn býst við að þau geri. VeiruvarnaforritEins og gefur að skilja eru veiruvarnaforrit (e. antivirus software) helsta leiðin til að verjast tölvuveirum. Því miður leysa þau ekki allan vanda því fleira þarf að varast á netinu en tölvuveirur auk þess sem nýjar tölvuveirur sleppa stundum framhjá veiruvarnaforritum. Þá geta notendur lent í ýmsum hremmingum við að bjarga gögnunum sínum og sótthreinsa tölvuna. Tölvuveirur félagslegt vandamálÞó svo að veiruvarnaforrit séu mjög mikilvæg í baráttunni gegn tölvuveirum og nauðsynlegur búnaður á hverri tölvu, verða þau aldrei nein töfralausn. Ástæðan er helst sú að tölvuveirur eru í raun ekki tæknilegt vandamál heldur miklu fremur félagslegt, eins undarlega og það kann að hljóma, og ekki er hægt að leysa félagslegt vandamál með tæknilausnum eingöngu. Tvær meginröksemdir eru fyrir þessari staðhæfingu. Tölvuveirur verða ekki til af sjálfu sérÍ fyrsta lagi eru tölvuveirur ekki sjálfsprottnar heldur eru þær mannanna verk. Þótt vitað sé um öryggisholur og veikleika í stýrikerfum sem hægt er að misnota, eru það glæpamenn sem búa tölvuveirurnar til og dreifa þeim. Öryggisholurnar sjálfar (sem eru tæknileg vandamál og þarf auðvitað að laga) eru sem sagt ekki uppspretta tölvuveira heldur þeir sem ákveða að nýta sér þessa veikleika. Stýrikerfið hlýðir skipunumÍ öðru lagi er langflestum tölvuveirum dreift í tölvupósti þar sem reynt er að gabba notandann til að opna viðhengi og ræsa þar með tölvuveiruna. Það er ekkert óeðlilegt við það að stýrikerfið leyfi notendum að ræsa tölvuveiru eins og hvert annað forrit. Stýrikerfið er gert til að hlýða skipunum notandans hvort sem þær eru æskilegar eða óæskilegar. Hvort eitthvað flokkast sem tölvuveira eða gagnlegt forrit snýst þar að auki oft og tíðum um væntingar notandans. Stýrikerfið hefur enga leið til þess að gera sér grein fyrir því hvers notandinn væntir af forritinu og hvort forritið geri eitthvað sem hann vildi ekki að yrði gert. Ef það væri hægt væri þegar búið að laga öll stýrikerfi og útrýma tölvuveirum. Veiruvarnaforrit, eldveggir, vefsjávörnAf þessu leiðir að beita þarf mörgum mismunandi aðferðum samtímis til að verjast tölvuveirum. Sumar aðferðirnar eru tæknilausnir eins og að vera með nýlega uppfært veiruvarnaforrit á tölvunni til að finna þekktar tölvuveirur og greina grunsamlega hegðun forrita. Einnig að vera með eldvegg til að verjast beinum árásum, netormum og innbrotum. Góðir eldveggir hafa líka forritastýringu (e. program control) þar sem notandinn getur stýrt því hvaða forrit fá að tengjast netinu. Þeir láta líka notandann vita ef ný eða breytt forrit, til dæmis tölvuveirur, reyna að fá netaðgang. Loks má nefna vefsjárvörn gegn sprettigluggum (e. pop-up window). Internet Explorer 6 hefur innbyggða vefsjárvörn í Windows XP með uppfærslupakka 2 (e. service pack). Firefox er með slíka vörn fyrir öll stýrikerfi. Mikilvægt að uppfæra stýrikerfiðMikilvægt er að hirða vel um stýrikerfi tölvunnar og uppfæra það reglulega. Tölvunotendur ættu alltaf að verða sér úti um nýjasta uppfærslupakkann fyrir stýrikerfið sitt. Windows notendur ættu að nota Automatic Updates í Windows eða heimsækja Microsoft Update reglulega til að sækja nýjustu uppfærslurnar frá Microsoft. Mac OS X notendur ættu að nota Software Update í Mac OS X til að sækja nýjustu uppfærslurnar frá Apple. Val á vefsjáWindows-notendur ættu einnig að íhuga að nota ekki Internet Explorer vefsjána (e. browser) sem fylgir stýrikerfinu. Margar tölvuveirur, sér í lagi njósnahugbúnaður, virka einungis með Internet Explorer. Ástæðan er fyrst og fremst sú að það er langalgengasta vefsjáin. Mun minna er til af tölvuveirum sem nýta sér aðrar vefsjár eins og Firefox og Opera. Tölvunotendur þurfa líka að læra að treysta ekki gylliboðum, sjá í gegnum gabbtilraunir og opna ekki viðhengi sem berast í tölvupósti nema þeir viti um uppruna þeirra og tilgang. Erlendur S. Þorsteinsson reiknifræðingur. Menning Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Sjá meira
Hvernig er hægt að verjast tölvuveirum og öðrum hættum á netinu?Orðið tölvuveira (e. computer virus) er bæði notað í almennum skilningi um hvers kyns óæskileg forrit (e. malware, stytting á malicious software) og um tiltekna undirtegund slíkra forrita. Margir flokkar tölvuveiraTil eru margir flokkar tölvuveira. Þeirra á meðal eru eiginlegar veirur, en það eru forrit sem koma sér fyrir inni í öðrum forritum, og fjölvaveirur sem smita Microsoft Office skjöl. Einnig eru til svokallaðir ormar, til dæmis póstormar sem dreifa sér sjálfir í tölvupósti og netormar sem dreifa sér beint á milli nettengdra tölva. Ruslormar eru forrit sem dreift er í miklu magni með tölvupósti á sama hátt og ruslpósti. Svokallaðar bakdyr eru hugbúnaður sem opnar aðgang að tölvunni fyrir utanaðkomandi aðilum, án samþykkis eiganda, og njósnahugbúnaður fylgist með allri notkun á tölvunni og sendir upplýsingar um þá notkun til utanaðkomandi aðila, aftur án samþykkis eiganda tölvunnar. Loks má nefna trójuhesta, forrit sem villa á sér heimildir og gera annað en notandinn býst við að þau geri. VeiruvarnaforritEins og gefur að skilja eru veiruvarnaforrit (e. antivirus software) helsta leiðin til að verjast tölvuveirum. Því miður leysa þau ekki allan vanda því fleira þarf að varast á netinu en tölvuveirur auk þess sem nýjar tölvuveirur sleppa stundum framhjá veiruvarnaforritum. Þá geta notendur lent í ýmsum hremmingum við að bjarga gögnunum sínum og sótthreinsa tölvuna. Tölvuveirur félagslegt vandamálÞó svo að veiruvarnaforrit séu mjög mikilvæg í baráttunni gegn tölvuveirum og nauðsynlegur búnaður á hverri tölvu, verða þau aldrei nein töfralausn. Ástæðan er helst sú að tölvuveirur eru í raun ekki tæknilegt vandamál heldur miklu fremur félagslegt, eins undarlega og það kann að hljóma, og ekki er hægt að leysa félagslegt vandamál með tæknilausnum eingöngu. Tvær meginröksemdir eru fyrir þessari staðhæfingu. Tölvuveirur verða ekki til af sjálfu sérÍ fyrsta lagi eru tölvuveirur ekki sjálfsprottnar heldur eru þær mannanna verk. Þótt vitað sé um öryggisholur og veikleika í stýrikerfum sem hægt er að misnota, eru það glæpamenn sem búa tölvuveirurnar til og dreifa þeim. Öryggisholurnar sjálfar (sem eru tæknileg vandamál og þarf auðvitað að laga) eru sem sagt ekki uppspretta tölvuveira heldur þeir sem ákveða að nýta sér þessa veikleika. Stýrikerfið hlýðir skipunumÍ öðru lagi er langflestum tölvuveirum dreift í tölvupósti þar sem reynt er að gabba notandann til að opna viðhengi og ræsa þar með tölvuveiruna. Það er ekkert óeðlilegt við það að stýrikerfið leyfi notendum að ræsa tölvuveiru eins og hvert annað forrit. Stýrikerfið er gert til að hlýða skipunum notandans hvort sem þær eru æskilegar eða óæskilegar. Hvort eitthvað flokkast sem tölvuveira eða gagnlegt forrit snýst þar að auki oft og tíðum um væntingar notandans. Stýrikerfið hefur enga leið til þess að gera sér grein fyrir því hvers notandinn væntir af forritinu og hvort forritið geri eitthvað sem hann vildi ekki að yrði gert. Ef það væri hægt væri þegar búið að laga öll stýrikerfi og útrýma tölvuveirum. Veiruvarnaforrit, eldveggir, vefsjávörnAf þessu leiðir að beita þarf mörgum mismunandi aðferðum samtímis til að verjast tölvuveirum. Sumar aðferðirnar eru tæknilausnir eins og að vera með nýlega uppfært veiruvarnaforrit á tölvunni til að finna þekktar tölvuveirur og greina grunsamlega hegðun forrita. Einnig að vera með eldvegg til að verjast beinum árásum, netormum og innbrotum. Góðir eldveggir hafa líka forritastýringu (e. program control) þar sem notandinn getur stýrt því hvaða forrit fá að tengjast netinu. Þeir láta líka notandann vita ef ný eða breytt forrit, til dæmis tölvuveirur, reyna að fá netaðgang. Loks má nefna vefsjárvörn gegn sprettigluggum (e. pop-up window). Internet Explorer 6 hefur innbyggða vefsjárvörn í Windows XP með uppfærslupakka 2 (e. service pack). Firefox er með slíka vörn fyrir öll stýrikerfi. Mikilvægt að uppfæra stýrikerfiðMikilvægt er að hirða vel um stýrikerfi tölvunnar og uppfæra það reglulega. Tölvunotendur ættu alltaf að verða sér úti um nýjasta uppfærslupakkann fyrir stýrikerfið sitt. Windows notendur ættu að nota Automatic Updates í Windows eða heimsækja Microsoft Update reglulega til að sækja nýjustu uppfærslurnar frá Microsoft. Mac OS X notendur ættu að nota Software Update í Mac OS X til að sækja nýjustu uppfærslurnar frá Apple. Val á vefsjáWindows-notendur ættu einnig að íhuga að nota ekki Internet Explorer vefsjána (e. browser) sem fylgir stýrikerfinu. Margar tölvuveirur, sér í lagi njósnahugbúnaður, virka einungis með Internet Explorer. Ástæðan er fyrst og fremst sú að það er langalgengasta vefsjáin. Mun minna er til af tölvuveirum sem nýta sér aðrar vefsjár eins og Firefox og Opera. Tölvunotendur þurfa líka að læra að treysta ekki gylliboðum, sjá í gegnum gabbtilraunir og opna ekki viðhengi sem berast í tölvupósti nema þeir viti um uppruna þeirra og tilgang. Erlendur S. Þorsteinsson reiknifræðingur.
Menning Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Sjá meira