Innlent

Þrír teknir vegna hraðaaksturs

Á meðan að lögregluembætti um allt land hafa sinnt útköllum vegna árekstra sem rekja má til hálku hefur lögreglan á Höfn haft í allt öðru að snúast síðustu daga. Þar hafa á síðustu tveimur dögunum þrír verið teknir fyrir hraðaakstur. Allar götur eru auðar á Höfn og hvorki snjór eða hálka á götum.

Einn var tekinn á hundrað tuttugu og sjö kílómetra hraða rétt utan við Höfn, annar á hundrað og fjörtíu kílómetra hraða austan við Almannaskarðsgöngin og sá þriðji sem var vörubíll var tekinn á hundrað og sjö rétt við bæinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×