Birki fer að vaxa á hálendinu vegna hærra hitastigs 1. nóvember 2005 20:30 Birki mun fara að vaxa á hálendinu og trjátegundir eins beyki og eik munu dafna víða um land á næstu áratugum, rætist spár um hækkun hitastigs á Íslandi, að mati Ingva Þorsteinssonar náttúrufræðings. Þá mun uppskera aukast og kornrækt styrkjast. Vísindamenn spá því að meðalhiti á Íslandi muni hækka um tvær til þrjár gráður á næstu hundrað árum. Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðingur segir að slík hlýnun muni hafa veruleg áhrif á útbreiðslu gróðurs í landinu, ekki síst muni gróður breiðast hærra upp á hálendi landsins. Samtímis muni uppskera í landinu aukast með vaxandi hitastigi svo fremi sem úrkoma fylgi í kjölfarið. Hann nefnir sem dæmi að skógarmörk birkis, sem nú liggja í um 400 metra hæð að meðaltali yfir sjávarmáli, muni hækka eftir því sem hitastigið hækkar. Vaxtarmöguleikar annarra trjátegunda, eins og furu og grenis, munu batna og nýjar tegundir munu festa rætur. Ingvi segir að samkvæmt skógræktarmönnum verði það fyrst og fremst beyki sem sé hafræn tegund og yrði niður með ströndinni. Þá hafi menn nefnt eikina sem yrði þá meira inn til landsins. Hann segir að maðurinn geti haft veruleg áhrif, svo sem með skógrækt. Það sé matsatriði á hverjum tíma hversu mörgum trjám sé plantað. Það þurfi að fara að gera landsskipulag yfir það hvar eigi að rækta skóg og hvar verði beitiland og kornrækt. Ingvi er ekki viss um að korntegundum muni fjölga heldur muni ræktun tegunda, eins og byggs, sem þegar er fyrir hendi, styrkjast. Kornrækt muni verða stunduð með miklu meira öryggi en sé í dag. Fréttir Innlent Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Birki mun fara að vaxa á hálendinu og trjátegundir eins beyki og eik munu dafna víða um land á næstu áratugum, rætist spár um hækkun hitastigs á Íslandi, að mati Ingva Þorsteinssonar náttúrufræðings. Þá mun uppskera aukast og kornrækt styrkjast. Vísindamenn spá því að meðalhiti á Íslandi muni hækka um tvær til þrjár gráður á næstu hundrað árum. Ingvi Þorsteinsson náttúrufræðingur segir að slík hlýnun muni hafa veruleg áhrif á útbreiðslu gróðurs í landinu, ekki síst muni gróður breiðast hærra upp á hálendi landsins. Samtímis muni uppskera í landinu aukast með vaxandi hitastigi svo fremi sem úrkoma fylgi í kjölfarið. Hann nefnir sem dæmi að skógarmörk birkis, sem nú liggja í um 400 metra hæð að meðaltali yfir sjávarmáli, muni hækka eftir því sem hitastigið hækkar. Vaxtarmöguleikar annarra trjátegunda, eins og furu og grenis, munu batna og nýjar tegundir munu festa rætur. Ingvi segir að samkvæmt skógræktarmönnum verði það fyrst og fremst beyki sem sé hafræn tegund og yrði niður með ströndinni. Þá hafi menn nefnt eikina sem yrði þá meira inn til landsins. Hann segir að maðurinn geti haft veruleg áhrif, svo sem með skógrækt. Það sé matsatriði á hverjum tíma hversu mörgum trjám sé plantað. Það þurfi að fara að gera landsskipulag yfir það hvar eigi að rækta skóg og hvar verði beitiland og kornrækt. Ingvi er ekki viss um að korntegundum muni fjölga heldur muni ræktun tegunda, eins og byggs, sem þegar er fyrir hendi, styrkjast. Kornrækt muni verða stunduð með miklu meira öryggi en sé í dag.
Fréttir Innlent Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira