Innlent

Dauðsföllum vegna ofdrykkju fjölgaði um 20%

MYND/Hörður

Dauðsföllum af völdum ofdrykkju fjölgaði um 20% í Finnlandi á síðasta ári. Þetta þýðir að einn þriðji allra dauðsfalla karla á aldrinum 45-49 ára er af völdum ofdrykkju samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Finnlands. Meginorsök dauðfalla í landinu eru hjartasjúkdómar sem tengjast óhóflegri áfengisneyslu. Næst á eftir kemur krabbamein og þá öndunarfærasjúkdómar.

Sérfræðingar segja að stigvaxandi innflutningskvóti á áfengi innan Evrópusambandsins, auk lægri skattlagningar á áfengum drykkjum í Finnlandi, sé um að kenna. Þá hafa rannsóknir sýnt fram á tengsl milli hagvaxtar og aukinnar áfengisneyslu.

Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir engar rannsóknir hafa verið gerðar á þessum málum hér á landi. Hann segir þó að um verðugt verkefni sé að ræða og löngu tímabært.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×