Innlent

Lítill fólksflutningabíll valt í Vatnsskarði

Lítill fólksflutningabíll með fimm farþegum um borð valt út af veginum í Vatnsskarði í gærkvöldi en engin meiddist. Björgunarsveitarmenn aðstoðuðu við að ná bílnum upp á veginn aftur og gat hann haldið för sinni áfram. Vonskuveður var í grennd við Hvammstanga í gærkvöldi og þurftu lögreglumenn og björgunarsveitarmenn að aðstoða vegfarendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×