Innlent

Danskir háskólar þeir bestu á Norðurlöndunum

MYND/Vísir

Danskir háskólar eru þeir bestu á Norðurlöndum þegar kemur að hugvísindum, félagsvísindum og náttúruvísindum. Þetta sýnir könnun hins virta breska menntatímarits The Times Higher Education Supplements, en tímaritið birtir árlega lista yfir 100 bestu háskóla heims.

Greint er frá niðurstöðunum á heimasíðu danska dagblaðsins Politkien. Um 2400 vísindamenn frá 100 löndum tóku þátt í matinu á háskólum um allan heim en vísindamennirnir lögð mat á þeirra eigið fag í öðrum skólum. Kaupmannahafnarháskóli er átjándi besti háskóli í heimi á sviði hugvísinda og hefur fært sig upp um fimm sæti frá því í fyrra. Háskólar í Finnlandi og Noregi ná aðeins 29. sæti en sænskir háskólar komast ekki einu sinni inn á listann yfir hundrað bestu hugvísindadeildir heims.

Innan náttúruvísinda standa Árósaháskóli og Kaupmannahafnarháskóli líka vel, en þeir eru í 47. og 49. sæti yfir háskóla með bestu náttúruvísindadeildirnar. Háskólinn í Uppsölum nær inn á listann og er í 91. sæti. Á sviði félagsvísinda stendur Kaupmannahafnarháskóli best af norrænum háskólum, en hann er í 50. sæti á lista yfir háskóla með bestu félagsvísindadeildirnar. Viðskiptaháskólinn í Stokkhólmi er í 55. sæti.

Á sviði tækni og lífvísinda standa danskir háskólar ekki jafnvel en Karolinska stofnunin í Svíþjóð er sú fjórða besta í heiminum þegar kemur á lífvísindum. Ekki er minnst á að Háskóli Íslands eða aðrir háskólar hér á landi hafi náð inn á listana.

Sigurvegarinn hlýtur þó að teljast hinn bandaríski Harvard-háskóli sem er sá besti í þremur sviðum af fimm, á sviði hugvísinda, félagsvísinda og lífvísinda




Fleiri fréttir

Sjá meira


×