Innlent

Innflytjendum fjölgar

Fjöldi innflytjenda í dönskum sveitarstjórnum jókst töluvert eftir sveitarstjórnakosningarnar á þriðjudag. Verða þeir nú 67 talsins en voru á síðasta kjörtímabili 50.

Samkvæmt frétt Politiken í gær eru 8 af 55 borgarfulltrúum í Kaupmannahöfn af erlendu bergi brotnir en þar sem hlutfallið er hæst eru þeir fjórðungur bæjarfulltrúa. Flestir eru í Jafnaðarmannaflokknum eða 38 talsins en 11 koma frá hinum stóra flokknum, Venstre. Fylgi þessara tveggja flokka var álíka í kosningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×